Fótbolti

Platini: Dómarinn fylgdi heimskulegri reglu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Michel Platini
Sir Alex Ferguson og Michel Platini Vísir/Getty
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er spenntur fyrir hugmyndinni að breyta reglunni sem segir að ef leikmaður brjóti á sóknarmanni fyrir auðu marki skuli vísa honum af velli. Í raun sé um þrefalda refsingu að ræða fyrir leikmanninn og lið hans.

Málefnið hefur verið mikið í umræðunni í vikunni eftir leiki vikunnar í Meistaradeildinni. Wojiech Szcznesny, markmaður Arsenal, var rekinn af velli í leik liðsins gegn Bayern München þegar hann felldi Arjen Robben, leikmann Bayern, fyrir framan opnu marki. Þá var Martin Demichelis, leikmaður Manchester City, rekinn af velli í sömu umferð fyrir brot á Lionel Messi, sóknarmanni Barcelona.

„Við höfum reynt að breyta þessari reglu síðastliðin fimmtán ár án árangurs. Arsene Wenger sagði að dómarinn hefði eyðilagt leikinn en hann þurfti að fylgja þessari heimskulegu reglu,"

Platini er opinn fyrir nýjum hugmyndum og var ein þeirra að í stað rauðra spjalda kæmu tímabundnar brottvísanir líkt og þekkist í handbolta.

„Ég er sjálfur á móti þessari reglu og vill láta breyta henni. Til dæmis væri hægt að breyta þessu þannig að leikmaður þyrfti að vera utan vallar í 10-15 mínútur áður en hann kæmi aftur inn á völlinn," sagði Platini.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×