Orðið „hroðbjóður“ notað í fyrsta skipti í sögu Alþingis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 14:37 Guðlaugur Þór og Katrín notuðu slangur á þinginu í gærkvöldi. Vísir/GVA Slanguryrðið „hroðbjóður“ var sagt í fyrsta skiptið í ræðu á þingi í gær, þegar Katrín Júlíusdóttir krafðist afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga Sveinssyni vegna orðalags umdeildrar þingsályktunartillögu hans, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB tilbaka: „Hæstvirtur utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að koma hér í þennan stól og biðja þingheim afsökunar. Bæði þennan, sem að fær þennan hroðbjóð hingað inn á sitt borð og líka fráfarandi þing sem er borinn þessum þungu sökum.“ Mörður Árnason, flokksbróðir Katrínar, íslenskufræðingur og höfundur slangurorðabókar, telur þetta slanguryrði líklega hafa orðið til við samslætti tveggja orða. „Væntanlega er þetta samsett úr orðunum hroðalegt og viðbjóður. Þetta er svolítið Vigdísar Hauksdótturlegt,“ segir hann.Sultuslakur Annað slanguryrði var einnig notað í gær, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sagði eftirfarandi í ræðustól Alþingis: „Ég skil ekki alveg hvað háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson var að segja þegar hvort að menn eigi ekki að slaka á. Ég get ekki orðið var við annað en að það séu hér allir sultuslakir.“ Guðlaugur er ekki fyrstur til þess að nota það slangur. Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, var fyrri til þegar hann sagði stjórnarandstöðuna árið 2009 hafa verið allt að því sultuslaka.Mörður segir mörk hátíðlegs orðfæris á þingi og slangurs vera að minnka.Vísir/GVAMörkin að minnka Mörður segir þessa slangurnotkun þingmanna vera til marks um breytt tungutak þingmanna. „Mörk hátíðslegs orðfæris, hversdagslegs málfars og slangurs eru að minnka. Alþingi er mjög merkur staður þegar orðalag er skoðað. Þar koma inn mikið af tæknilegum orðum í skýrslum og umsögnum. Einnig er mikið talað og oft eru ræður ekki skrifaðar. Þó menn temji sér ákveðinn virðuleika er umræðuefnið stundum þannig að slangur er notað,“ útskýrir Mörður. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Slanguryrðið „hroðbjóður“ var sagt í fyrsta skiptið í ræðu á þingi í gær, þegar Katrín Júlíusdóttir krafðist afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga Sveinssyni vegna orðalags umdeildrar þingsályktunartillögu hans, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB tilbaka: „Hæstvirtur utanríkisráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að koma hér í þennan stól og biðja þingheim afsökunar. Bæði þennan, sem að fær þennan hroðbjóð hingað inn á sitt borð og líka fráfarandi þing sem er borinn þessum þungu sökum.“ Mörður Árnason, flokksbróðir Katrínar, íslenskufræðingur og höfundur slangurorðabókar, telur þetta slanguryrði líklega hafa orðið til við samslætti tveggja orða. „Væntanlega er þetta samsett úr orðunum hroðalegt og viðbjóður. Þetta er svolítið Vigdísar Hauksdótturlegt,“ segir hann.Sultuslakur Annað slanguryrði var einnig notað í gær, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sagði eftirfarandi í ræðustól Alþingis: „Ég skil ekki alveg hvað háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson var að segja þegar hvort að menn eigi ekki að slaka á. Ég get ekki orðið var við annað en að það séu hér allir sultuslakir.“ Guðlaugur er ekki fyrstur til þess að nota það slangur. Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, var fyrri til þegar hann sagði stjórnarandstöðuna árið 2009 hafa verið allt að því sultuslaka.Mörður segir mörk hátíðlegs orðfæris á þingi og slangurs vera að minnka.Vísir/GVAMörkin að minnka Mörður segir þessa slangurnotkun þingmanna vera til marks um breytt tungutak þingmanna. „Mörk hátíðslegs orðfæris, hversdagslegs málfars og slangurs eru að minnka. Alþingi er mjög merkur staður þegar orðalag er skoðað. Þar koma inn mikið af tæknilegum orðum í skýrslum og umsögnum. Einnig er mikið talað og oft eru ræður ekki skrifaðar. Þó menn temji sér ákveðinn virðuleika er umræðuefnið stundum þannig að slangur er notað,“ útskýrir Mörður.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira