Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 13:53 Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni.
Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira