Söguleg útvíkkun á norrænu samstarfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2014 18:41 Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lýsa loftvarnaæfingunni sem nú stendur yfir á Íslandi sem sögulegri útvíkkun á norrænu samstarfi. Tugir norrænna fréttamanna voru mættir á Keflavíkurflugvöll í dag til að fylgjast með, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Þar sem eitt sinn stóðu bandarískar kafbátaleitarvélar, þar sjást nú hervélar með norræna fána á stélinu. Og þar sem höfuðstöðvar Varnarliðsins voru áður, þar blakta nú fánar Norðurlanda. Ráðherrarnir leggja ríka áherslu á að þetta sé ekki NATO-aðgerð heldur norrænt samstarf.Fánar Norðurlanda á Keflavíkurflugvelli í dag við fyrrum höfuðstöðvar Varnarliðsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Allir utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lögðu leið sína til Íslands, ásamt nærri þrjátíu erlendum fréttamönnum. Samnorræn heræfing með aðild Finnlands og Svíþjóðar, ríkja sem ekki eru í NATO, þykja söguleg tíðindi fyrir norrænt varnarsamstarf. „Þetta er sögulegt,” sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við Stöð 2. Undir það tók íslenski starfsbróðir hans, Gunnar Bragi Sveinsson. Carl Bildt segir að flugherir Svía og Finna hafi haft mikið samstarf í Norður-Skandinavíu. „Og nú vinnum við saman hér í Keflavíkurstöðinni. Það leggur grundvöll að ennþá nánara æfingasamstarfi. Það er eitthvað til að byggja meira upp,” segir Bildt. „Nú er mikil samstaða í Finnlandi og Svíþjóð að taka þátt í þessu verkefni því menn sjá að þetta er útvíkkun á norrænu samstarfi. Þessar þjóðir eru ekki að ganga í NATO,” segir Gunnar Bragi. En hver eru mikilvægustu skilaboðin sem ráðherrarnir eru að senda? „Ég held að það sé samstaða Norðurlandanna,” svarar finnski utanríkisráðherrann Erkki Tuomioja. Norrænu ríkin geti lagt sitt af mörkum til lausna á alþjóðlegum deilum til að gera heiminn traustari og öruggari. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lýsa loftvarnaæfingunni sem nú stendur yfir á Íslandi sem sögulegri útvíkkun á norrænu samstarfi. Tugir norrænna fréttamanna voru mættir á Keflavíkurflugvöll í dag til að fylgjast með, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Þar sem eitt sinn stóðu bandarískar kafbátaleitarvélar, þar sjást nú hervélar með norræna fána á stélinu. Og þar sem höfuðstöðvar Varnarliðsins voru áður, þar blakta nú fánar Norðurlanda. Ráðherrarnir leggja ríka áherslu á að þetta sé ekki NATO-aðgerð heldur norrænt samstarf.Fánar Norðurlanda á Keflavíkurflugvelli í dag við fyrrum höfuðstöðvar Varnarliðsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Allir utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lögðu leið sína til Íslands, ásamt nærri þrjátíu erlendum fréttamönnum. Samnorræn heræfing með aðild Finnlands og Svíþjóðar, ríkja sem ekki eru í NATO, þykja söguleg tíðindi fyrir norrænt varnarsamstarf. „Þetta er sögulegt,” sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við Stöð 2. Undir það tók íslenski starfsbróðir hans, Gunnar Bragi Sveinsson. Carl Bildt segir að flugherir Svía og Finna hafi haft mikið samstarf í Norður-Skandinavíu. „Og nú vinnum við saman hér í Keflavíkurstöðinni. Það leggur grundvöll að ennþá nánara æfingasamstarfi. Það er eitthvað til að byggja meira upp,” segir Bildt. „Nú er mikil samstaða í Finnlandi og Svíþjóð að taka þátt í þessu verkefni því menn sjá að þetta er útvíkkun á norrænu samstarfi. Þessar þjóðir eru ekki að ganga í NATO,” segir Gunnar Bragi. En hver eru mikilvægustu skilaboðin sem ráðherrarnir eru að senda? „Ég held að það sé samstaða Norðurlandanna,” svarar finnski utanríkisráðherrann Erkki Tuomioja. Norrænu ríkin geti lagt sitt af mörkum til lausna á alþjóðlegum deilum til að gera heiminn traustari og öruggari.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira