Söguleg útvíkkun á norrænu samstarfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2014 18:41 Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lýsa loftvarnaæfingunni sem nú stendur yfir á Íslandi sem sögulegri útvíkkun á norrænu samstarfi. Tugir norrænna fréttamanna voru mættir á Keflavíkurflugvöll í dag til að fylgjast með, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Þar sem eitt sinn stóðu bandarískar kafbátaleitarvélar, þar sjást nú hervélar með norræna fána á stélinu. Og þar sem höfuðstöðvar Varnarliðsins voru áður, þar blakta nú fánar Norðurlanda. Ráðherrarnir leggja ríka áherslu á að þetta sé ekki NATO-aðgerð heldur norrænt samstarf.Fánar Norðurlanda á Keflavíkurflugvelli í dag við fyrrum höfuðstöðvar Varnarliðsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Allir utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lögðu leið sína til Íslands, ásamt nærri þrjátíu erlendum fréttamönnum. Samnorræn heræfing með aðild Finnlands og Svíþjóðar, ríkja sem ekki eru í NATO, þykja söguleg tíðindi fyrir norrænt varnarsamstarf. „Þetta er sögulegt,” sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við Stöð 2. Undir það tók íslenski starfsbróðir hans, Gunnar Bragi Sveinsson. Carl Bildt segir að flugherir Svía og Finna hafi haft mikið samstarf í Norður-Skandinavíu. „Og nú vinnum við saman hér í Keflavíkurstöðinni. Það leggur grundvöll að ennþá nánara æfingasamstarfi. Það er eitthvað til að byggja meira upp,” segir Bildt. „Nú er mikil samstaða í Finnlandi og Svíþjóð að taka þátt í þessu verkefni því menn sjá að þetta er útvíkkun á norrænu samstarfi. Þessar þjóðir eru ekki að ganga í NATO,” segir Gunnar Bragi. En hver eru mikilvægustu skilaboðin sem ráðherrarnir eru að senda? „Ég held að það sé samstaða Norðurlandanna,” svarar finnski utanríkisráðherrann Erkki Tuomioja. Norrænu ríkin geti lagt sitt af mörkum til lausna á alþjóðlegum deilum til að gera heiminn traustari og öruggari. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lýsa loftvarnaæfingunni sem nú stendur yfir á Íslandi sem sögulegri útvíkkun á norrænu samstarfi. Tugir norrænna fréttamanna voru mættir á Keflavíkurflugvöll í dag til að fylgjast með, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Þar sem eitt sinn stóðu bandarískar kafbátaleitarvélar, þar sjást nú hervélar með norræna fána á stélinu. Og þar sem höfuðstöðvar Varnarliðsins voru áður, þar blakta nú fánar Norðurlanda. Ráðherrarnir leggja ríka áherslu á að þetta sé ekki NATO-aðgerð heldur norrænt samstarf.Fánar Norðurlanda á Keflavíkurflugvelli í dag við fyrrum höfuðstöðvar Varnarliðsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Allir utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandanna lögðu leið sína til Íslands, ásamt nærri þrjátíu erlendum fréttamönnum. Samnorræn heræfing með aðild Finnlands og Svíþjóðar, ríkja sem ekki eru í NATO, þykja söguleg tíðindi fyrir norrænt varnarsamstarf. „Þetta er sögulegt,” sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við Stöð 2. Undir það tók íslenski starfsbróðir hans, Gunnar Bragi Sveinsson. Carl Bildt segir að flugherir Svía og Finna hafi haft mikið samstarf í Norður-Skandinavíu. „Og nú vinnum við saman hér í Keflavíkurstöðinni. Það leggur grundvöll að ennþá nánara æfingasamstarfi. Það er eitthvað til að byggja meira upp,” segir Bildt. „Nú er mikil samstaða í Finnlandi og Svíþjóð að taka þátt í þessu verkefni því menn sjá að þetta er útvíkkun á norrænu samstarfi. Þessar þjóðir eru ekki að ganga í NATO,” segir Gunnar Bragi. En hver eru mikilvægustu skilaboðin sem ráðherrarnir eru að senda? „Ég held að það sé samstaða Norðurlandanna,” svarar finnski utanríkisráðherrann Erkki Tuomioja. Norrænu ríkin geti lagt sitt af mörkum til lausna á alþjóðlegum deilum til að gera heiminn traustari og öruggari.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira