Fótbolti

Komið að Cole að setjast í aftursætið

Ashley Cole.
Ashley Cole. vísir/getty
Ashley Cole hefur átt vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska landsliðinu undanfarin ár en Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur gefið í skyn að hans tími þar sé svo gott sem liðinn.

"Í mörg ár hafa menn þurft að fylgjast með honum spila. Nú er komið að honum að setjast í aftursætið," sagði Hodgson.

Cole hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á þessari leiktíð og svo er Leighton Baines að spila vel fyrir Everton. Baines verður því væntanlega byrjunarliðsmaður á HM miðað við núverandi stöðu.

"Við vitum hvað hann getur og ég veit að hann heldur sér alltaf í formi. Ég myndi ekki afskrifa hann þó svo hann sé ekki alltaf að spila. Hann þarf samt að sætta sig við að það er samkeppni um hans stöðu eins og aðrar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×