Fótbolti

Hodgson verður með England til ársins 2016

Hodgson í rigningu.
Hodgson í rigningu. vísir/getty
Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, getur farið afslappaður á HM í sumar. Hann mun halda áfram að þjálfa liðið sama hvernig gengur í Brasilíu.

Það er framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, Alex Horne, sem greinir frá þessu í dag.

"Roy mun stýra þessu liði fram yfir EM í Frakklandi árið 2016. Ég er gríðarlega ánægður með það," sagði Horne.

"Mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Hodgson hefur algjörlega staðið undir okkar væntingum."

Það er ekki búist við miklu af enska landsliðinu á HM en Horne segir Hodgson þegar hafa náð góðum árangri með því að koma liðinu á HM.

"Hann sannaði sig sem landsliðsþjálfari í þessari undankeppni. Við munum fara fullir sjálfstrausts til Brasilíu. Við ætlum að njóta okkar og spila vel. Riðillin er erfiður sem og mótið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×