Sport

Varamaðurinn varð Ólympíumeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jörgen Graabak fagnar sigri.
Jörgen Graabak fagnar sigri. Vísir/Getty
Norðmaðurinn Jörgen Graabak tryggði sér gullverðlaun í dag í norrænni tvíkeppni með hærri skíðastökkspalli á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Norðmenn unnu tvöfalt í greininni sem sambland af skíðastökki og 10 km skíðagöngu.

Jörgen Graabak var í sjötta sætinu eftir skíðastökkið og byrjaði því 42 sekúndum á eftir fremsta manni. Hann vann upp muninn og tryggði sér sigurinn 0,6 sekúndum á undan landa sínum Magnus Moan. Moan varð sjöundi eftir skíðastökkið.

Þjóðverjinn Eric Frenzel vann gullið í norrænni tvíkeppni með lægri skíðastökkspallinum en hann varð að sætta sig við tíunda sætið í dag og það þrátt fyrir að byrja fremstur í skíðagöngunni.

Jörgen Graabak er 22 ára gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann var varamaður í þessari grein en kom inn þegar Mikko Kokslien datt út. Hann breyttist þá úr varamanni í Ólympíumeistara á sviðstundu.

Það var reyndar mikil dramatík á lokasprettinum þegar tveir Þjóðverjar rákust saman og það hjálpaði norsku strákunum að taka tvö efstu sætin. Þjóðverjinn Fabian Riessle fékk síðan bronsið.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×