Kynferðisbrotamál á Ísafirði fellt niður

Vefurinn Bæjarins Bestu hefur eftir Daða Kristjánssyni, saksóknara hjá embættinu, að það sem fram hafi komið við rannsókn málsins hafi ekki þótt nægilegt eða líklegt til sakfellis. Vísar Daði til 145. greinar laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Fimm erlendir karlmenn voru upphaflega handteknir vegna málsins að morgni 14. desember. Lögreglan hafði þá fengið tilkynningu klukkan 4:20 um nóttina að kynferðisbrot hefði átt sér stað í húsi á Ísafirði. Brotaþoli, ung kona, var flutt til skoðunar á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.
Öllum mönnunum fimm var síðar sleppt. Tveir fengu réttarstöðu grunaðra og voru úrskurðaðir í farbann til 17. febrúar. Margir voru yfirheyrði í tengslum við rannsóknina og gekk hún vel að sögn lögreglu að því er Bæjarins Bestu greina frá.
Tengdar fréttir

Bæjarbúar slegnir vegna kynferðisbrots
Lögreglan handtók fimm menn á Vestfjörðum í nótt í tengslum við alvarlegt kynferðisafbrot. Sóknarprestur á Ísafirði segir bæjarbúa slegna vegna málsins.

Aðeins tveir í farbanni
Lögreglan á Vestfjörðum hefur farið fram á að tveir mannana fimm sem voru handteknir á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku á Ísafirði, verði settir í farbann.

Ekki farið fram á gæsluvarðhald
Fimm menn voru handteknir í gærmorgun grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku á Ísafirði.

Fimm í haldi vegna kynferðisbrots
Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en lögreglan verst allra frétta af málinu.

Kynferðisbrotið á Ísafirði: "Erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir"
Starfsmaður Sólstafa, sem styðja við þolendur kynferðisbrota á Ísafirði, segir hug bæjarbúa hjá ungu konunni sem fimm menn voru handteknir fyrir kynferðisbrot gegn í gærmorgun. Hún segir erfitt að vita til þess að mennirnir gangi lausir, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Tveir eru í farbanni.