Íslenski boltinn

Farid Zato æfir með KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farid Zato féll með Ólsurum úr Pepsi-deildinni í fyrra.
Farid Zato féll með Ólsurum úr Pepsi-deildinni í fyrra. Vísir/Daníel
Tógomaðurinn FaridZato kemur til landsins í dag og æfir með Íslandsmeisturum KR í eina viku.

Farid lék með nýliðum Víkings úr Ólafsvík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og þótti standa sig vel en hann var álitinn einn af betri miðjumönnum deildarinnar.

Hann lék alla 22 leiki Ólsara í Pepsi-deildinni og tvo til viðbótar í bikarnum. Hann spilaði með HK árið áður í 2. deildinni.

„Það verður áhugavert að skoða Farid. Hann var í öðruvísi liði á síðasta tímabili en KR-liðið er. Þeir voru varnarsinnaðir en hann lék samt vel á miðjunni. Nú þurfum við bara sjá hvort hann henti okkar leikstíl,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.

Farid er 21 árs gamall og hefur einnig verið á mála hjá FH hér á landi. Hann skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni í fyrra en það var gegn ÍBV í Vestamannaeyjum.


Tengdar fréttir

Zato valinn í landslið Tógó

Víkingur frá Ólafsvík eignaðist landsliðsmann í dag þegar Farid Zato var valinn í landslið Tógó í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×