Lífið

Cee Lo Green kveður að sinni

Cee Lo Green er hættur sem dómari í The Voice.
Cee Lo Green er hættur sem dómari í The Voice. Visir/Getty
Tónlistarmaðurinn Cee Lo Green hefur sagt skilið við dómarasætið í þáttunum The Voice. Þetta sagði Green í þætti Ellen DeGeneres fyrir skömmu en hann tók þó fram að fólki myndi samt sjá hann reglulega þrátt fyrir brotthvarfið.

Hann sagðist jafnframt vera með samning við NBC sjónvarpsstöðina og að hann muni líklega sjást í öðrum sjónvarpsþáttum á næstunni.

Green sagðist ætla að einbeita sér að tónlistinni og gladdi það annann gest hjá Ellen mikið, en það var enginn annar en tónlistargoðsögnin Lionel Richie, því þeir eru að fara á tónleikaferðalag saman.

Stjórnendur NBC sjónvarpsstöðvarinnar segja að hans muni vera sárt saknað en óski honum velfarnaðar. Sjötta sería af The Voice hefst á næstunni og munu þau Shakira, Usher, Adam Levine og Blake Shelton sjá um að dæma þá seríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.