Lífið

Á fjórum fótum á sviðinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fatahönnuðurinn Nicole Richie tróð óvænt upp með söngkonunni Britney Spears á tónleikum þeirrar síðarnefndu á Planet Hollywood í Las Vegas í gær. 

Nicole var dregin upp á svið í laginu Freak Show og þurfti meðal annars að skríða á sviðinu á fjórum fótum á meðan Britney dró hana á eftir sér í ól.

Að launum fékk Nicole bol með mynd af Britney og deildi myndum af því á Instagram-síðu sinni.

Britney var afar þakklát og tístaði af gleði eftir tónleikana.

Flottur bolur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.