Innlent

Gæti lokkað unga fólkið heim í þorpin

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, segist nú ekki vera neinn frumkvöðull, heldur hrifnæmur, hvatvís og trúgjarn maður, sem satt að segja geti verið vond blanda fyrir mann í hans stöðu. Aðrir segja hins vegar að hann sé driffjöðurinn á bak við Codland, eitt framsæknasta sjávarútvegsverkefni landsins sem hefur það háleita markmið að nýta hvern þorsk 100%, búa til peninga úr hverju einasta snitt sem til fellur.

Þegar hafa verið fundnar ýmsar leiðir til að nýta slóg, meltingarensím, roð og fleiri aukaafurðir þorsksins og Pétur telur að ef afl og kraftur verður lagður í að markaðssetja afurðirnar, þá gæti það snúið við þeirri byggðaþróun að unga fólkið fari til mennta úr sjávarþorpum og komi aldrei heim aftur nema í fríum. Nýsköpun í fullnýtingu sjávaraflans skapi hálaunastöf sem kalli fyrst og fremst á vel menntað fólk. Í störf sem þurfi að vera í nálægð við ferskt hráefni í sjávarþorpunum.

Í þáttaröðinni „Eitthvað annað“ hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir þáttagerðarmaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga.

 

Í kvöld kynnumst við driffjöðrinni á bak við Codland, fluguveiðimanninum og slarkfæra gítarleikaranum Pétri í 7. þætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, kl. 19:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×