Innlent

Stríðnin verður hættuleg

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Aukin farsímanotkun barna hefur gert kennara berskjaldaða gagnvart nemendum og foreldrum þeirra. Dæmi eru um að nemendur taki myndir og myndskeið af kennurum í laumi og dreifi þeim á netinu. 

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ofbeldi nemenda gegn kennurum hafi færst í aukana. Nemendur ógni kennurum með því að nota síma til að taka upp myndir og myndskeið af kennurum og setja á netið, en ofbeldi af þessu tagi er nýtt af nálinni.

Edda Kjartansdóttir er annar ritstjóri Krítarinnar sem er vefrit um málefni skólamál. Hún hefur skrifað um að kennarar séu orðnir berskjaldaðri í dag en áður og segir að ofbeldi gegn kennurum sé orðið alvarlegra. Hún telur að kennarastríðni, sem þekkst hefur í gegnum tíðina, hafi breyst mikið með tilkomu snjallsíma. Stríðnin sé orðin hættulegri þar sem hún sé útbreiddari, því ef mynd eða hljóðskeið er sett á netið er ekki aftur snúið.

„Krakkarnir nota símana til að senda myndir og senda sín á milli eða hlaða jafnvel upp á Instagram, Facebook eða Snapchat. Það eru stundum bekkir saman sem taka einn kennara sérstaklega fyrir,“ segir Edda.

Farsímanotkun barna færist sífellt í aukana og en reglur um farsímanotkun í grunnskólum eru ólíkar. Edda telur þó ekki lausn að banna farsíma á skólatíma eða í kennslustofum. Hún segir að foreldrar þurfi einfaldlega að fræða börn sín á siðferðis- og samfélagslegum grunni um notkun snjallsíma þar sem hægt er að gera hvað sem er opinbert á augabragði.


Tengdar fréttir

Ofbeldi gegn kennurum eykst

Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir ofbeldi nemenda, segir varaformaður Félags grunnskólakennara. Nemendur ógna kennurum með því að nota síma til að taka upp og setja á netið þegar kennari brýnir raustina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.