Sport

Erla fer til Sotsjí í stað Maríu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/ÍSÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.

María meiddist við keppni í Jenner í Þýskalandi í gær og er óttast að hún hafi skaddað liðbönd í hné.

Erla var tilnefnd sem varamaður fyrir leikana og hefur náð viðmiðum Alþjóðaskíðasambandsins fyrir leikana. Í fyrradag náði hún sínum besta árangri á móti til þessa í Kongsberg í Noregi.

Keppni á leikunum í Sotsjí hefst á föstudaginn og verður sýnt frá þeim í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og íþróttavef Vísis.


Tengdar fréttir

Ólympíudraumur Maríu úti

María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×