Innlent

Snjallsímagreiðslur á döfinni hjá Strætó

Unnið er að því að gera viðskiptavinum Strætó kleift að greiða fargjaldið með snjallsímum og greiðslukortum.

Nútíma greiðslumiðlun hefur setið á hakanum hjá Strætó á undanförnum árum. Á sama tíma og fólk getur keypt gosdrykki í sjálfssölum meðgreiðslukortum og keypt sér bíómiða með farsímanum eru ennþá sömu greiðslumöguleikar í Strætó og fyrir tíu árum. Með öðrum orðum, Strætó hefur ekki fylgt nýjustu tækni. Í raunar hefur þetta alveg staðið í stað enda sömu greiðslumöguleikar núna og á síðustu öld, en núna horfir þetta til betri vegar. 

Sl. föstudag voru nýir greiðslumöguleikar ræddir í stjórn Strætó bs., en í fundargerð segir að stjórn hafi samþykkt að „fela framkvæmdastjóra að vinna að innleiðingu greiðslumiðla í formi greiðslukorta og snjallsíma."

Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið og viðtal við Reyni Jónson framkvæmdastjóra Strætó í meðfylgjandi myndskeiði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.