Segir þingmenn samþykkja lög án þess að vita hvað stendur í þeim Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 13:44 Helgi Hrafn segir þannig komið fyrir þingmönnum að þeir geti ekki kynnt sér lögin sem þeir eru að samþykkja nægilega vel. Samsett/GVA/Pjetur Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið: Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið:
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira