Sport

Cologna vann eftir spennandi lokasprett | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svisslendingurinn Dario Cologna vann gull í 30 km göngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í morgun eftir spennandi lokasprett.

Cologna, sem fór í aðgerð vegna meiðsla á ökkla í haust, náði forystu í síðustu brekkunni og hélt henni allt til loka.

Hann kom í mark á 1.08:15,4 klst og var aðeins 0,4 sekúndum á undan Svíanum Marcus Hellner. Martin Johnsrud Sundby frá Noregi varð þriðji.

Cologna sneri aftur til keppni í síðasta mánuði eftir aðgerðina en þetta eru hans önnur gullverðlaun á Ólympíuleikum. Hann vann 15 km göngu á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×