Félagar úr Versló opna netverslun Ellý Ármanns skrifar 31. janúar 2014 13:30 Þrír félagar í Verzlunarskóla Íslands ætla sér stóra hluti þegar kemur að netverslun á Íslandi. 10. febrúar næstkomandi opna vinirnir umfangsmikla netverslun sem færir saman margar af flottustu fataverslunum landsins þar sem Íslendingar geta keypt tískufatnað allan sólarhringinn og fá vöruna senda frítt heim. Í byrjun ágúst á seinasta ári fórum við Viktor Margeirsson og Jón Hilmar Karlsson að spjalla um fatamarkaðinn á Íslandi og föt yfirleitt. Samræðurnar enduðu snemma í spjalli um netverslun og hvernig internetið hljóti að vera framtíð fataverslunar úti um allan heim. Fólk treystir vefsíðum meira og meira með hverjum deginum og því finnst miklu þægilegra að sjá öll fötin á einum stað án þess að upplifa stressið sem alltaf fylgir verslunarmiðstöðvum,“ segir Kjartan Þórisson spurður um ævintýri þeirra félaga sem lítur dagsins ljós þann 10. febrúar næstkomandi.Ísland á eftir í netvæðingu „Við skildum einfaldlega ekki af hverju Ísland var svona langt eftir á í netvæðingu fatamarkaðarins en auðvitað liggur svarið í því að fólk nennir ekki að fara inn á netverslanir einstakra verslana. Þegar fólk verslar á netinu vill það fyrst og fremst sjá úrval og fyrir litla fataverslun á Laugaveginum er erfitt að bjóða upp á mikið flæði af nýjum vörum. Fólk vill fá fullt af mismunandi fataverslunum, með mörg hundruð flíkur á einum stað svo að það geti auðveldlega skoðað hvað er „inn“ og hvað er yfirleitt til hérna heima fyrir,“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Það er þess vegna sem við ákváðum að stofna Nomo og keyptum lén-ið www.nomo.is.“Kynntust í Verzló Þeir félagarnir sem eru allir 18 ára gamlir hafa núna þekkst í þrjú ár en þeir kynntust þegar þeir byrjuðu í Verzlunarskóla Íslands. „Það besta við Verzlunarskólann er líklega hversu auðvelt það er að komast í samband við hæfileikaríkt fólk sem er með svipuð áhugamál og maður sjálfur. Það er einmitt eitt af gildum fyrirtækisins; að stuðla að tækifærissköpun fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefði kannski ekki fengið tækifæri annars staðar einungis vegna aldurs. Ljósmyndarinn okkar, Haukur Kristinsson, er til dæmis líka ungur strákur úr Verzló og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en hefur kannski skort réttu tækifærin vegna aldurs.“Verslunareigendur spenntir „Hugmyndin er að færa allar flottustu fataverslanir landsins inn á eitt vefsölusvæði sem myndi þá virka eins og Kringlan á netinu. Ég ákvað sjálfur að læra vefsíðuhönnun og setti síðuna upp. Við gengum síðan upp Laugaveginn í grenjandi rigningu og bönkuðum á dyrnar hjá nokkrum verslunum sem voru í uppáhaldi. Hugmyndin var eins og himnasending fyrir verslunareigendur og þeir voru allir spenntir fyrir þessu. Núna eru 10 dagar í opnun sem er 10. febrúar og við erum með samstarfsverslanir á borð við Noland, Morrow, Suzie Q, Dúkkuhúsið, Karlmenn, Define The Line, Neon, Mótor & Míu, Corner, Epic!, Skarthúsið og síðan vorum við að loka samningi við NTC um að fá Smash og Deres inn í fjölskylduna fyrir opnun.“ „Þetta er búinn að vera einhver mesti rússíbani sem ég hef stigið inn í og við getum ekki beðið eftir opnuninni. Það eina sem þarf að gerast núna er að láta Ísland, bæði höfuðborgina og landsbyggðina, vita af því að íslenski fatamarkaðurinn sé við það að taka stórum breytingum.“ www.nomo.is. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Þrír félagar í Verzlunarskóla Íslands ætla sér stóra hluti þegar kemur að netverslun á Íslandi. 10. febrúar næstkomandi opna vinirnir umfangsmikla netverslun sem færir saman margar af flottustu fataverslunum landsins þar sem Íslendingar geta keypt tískufatnað allan sólarhringinn og fá vöruna senda frítt heim. Í byrjun ágúst á seinasta ári fórum við Viktor Margeirsson og Jón Hilmar Karlsson að spjalla um fatamarkaðinn á Íslandi og föt yfirleitt. Samræðurnar enduðu snemma í spjalli um netverslun og hvernig internetið hljóti að vera framtíð fataverslunar úti um allan heim. Fólk treystir vefsíðum meira og meira með hverjum deginum og því finnst miklu þægilegra að sjá öll fötin á einum stað án þess að upplifa stressið sem alltaf fylgir verslunarmiðstöðvum,“ segir Kjartan Þórisson spurður um ævintýri þeirra félaga sem lítur dagsins ljós þann 10. febrúar næstkomandi.Ísland á eftir í netvæðingu „Við skildum einfaldlega ekki af hverju Ísland var svona langt eftir á í netvæðingu fatamarkaðarins en auðvitað liggur svarið í því að fólk nennir ekki að fara inn á netverslanir einstakra verslana. Þegar fólk verslar á netinu vill það fyrst og fremst sjá úrval og fyrir litla fataverslun á Laugaveginum er erfitt að bjóða upp á mikið flæði af nýjum vörum. Fólk vill fá fullt af mismunandi fataverslunum, með mörg hundruð flíkur á einum stað svo að það geti auðveldlega skoðað hvað er „inn“ og hvað er yfirleitt til hérna heima fyrir,“ segir hann ákveðinn og bætir við: „Það er þess vegna sem við ákváðum að stofna Nomo og keyptum lén-ið www.nomo.is.“Kynntust í Verzló Þeir félagarnir sem eru allir 18 ára gamlir hafa núna þekkst í þrjú ár en þeir kynntust þegar þeir byrjuðu í Verzlunarskóla Íslands. „Það besta við Verzlunarskólann er líklega hversu auðvelt það er að komast í samband við hæfileikaríkt fólk sem er með svipuð áhugamál og maður sjálfur. Það er einmitt eitt af gildum fyrirtækisins; að stuðla að tækifærissköpun fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk sem hefði kannski ekki fengið tækifæri annars staðar einungis vegna aldurs. Ljósmyndarinn okkar, Haukur Kristinsson, er til dæmis líka ungur strákur úr Verzló og hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun en hefur kannski skort réttu tækifærin vegna aldurs.“Verslunareigendur spenntir „Hugmyndin er að færa allar flottustu fataverslanir landsins inn á eitt vefsölusvæði sem myndi þá virka eins og Kringlan á netinu. Ég ákvað sjálfur að læra vefsíðuhönnun og setti síðuna upp. Við gengum síðan upp Laugaveginn í grenjandi rigningu og bönkuðum á dyrnar hjá nokkrum verslunum sem voru í uppáhaldi. Hugmyndin var eins og himnasending fyrir verslunareigendur og þeir voru allir spenntir fyrir þessu. Núna eru 10 dagar í opnun sem er 10. febrúar og við erum með samstarfsverslanir á borð við Noland, Morrow, Suzie Q, Dúkkuhúsið, Karlmenn, Define The Line, Neon, Mótor & Míu, Corner, Epic!, Skarthúsið og síðan vorum við að loka samningi við NTC um að fá Smash og Deres inn í fjölskylduna fyrir opnun.“ „Þetta er búinn að vera einhver mesti rússíbani sem ég hef stigið inn í og við getum ekki beðið eftir opnuninni. Það eina sem þarf að gerast núna er að láta Ísland, bæði höfuðborgina og landsbyggðina, vita af því að íslenski fatamarkaðurinn sé við það að taka stórum breytingum.“ www.nomo.is.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira