Enn ekki ljóst hvaðan hugmyndin kom Hjörtur Hjartarson skrifar 20. janúar 2014 19:00 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun um þá ákvörðun að hækka frískuldamark bankaskatts upp í fimmtíu milljarða. Formaður nefndarinnar segir ekki með öllu ljóst hver hafi fyrst nefnt áðurnefnd tölu, hún hafi orðið til í óformlegum samskiptum nefndarinnar og fjármálaráðuneytisins. Formaður Samfylkingarinnar vill skýrari svör. Breytingin hafði það í för með sér að skattgreiðslur MP-banka lækkuðu um 78 prósent eða um tæpar tvö hundruð milljónir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að helstu stjórnendur bankans tengjast forystumönnum ríkisstjórnarinnar bæði vina- og fölskylduböndum.Frosti Sigurjónsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar„Hvernig kom þessi tala til, er það orðið ljóst núna?“ „Já, það er alveg ljóst nefndarmeirihluti í nefndinni biður fjármálaráðuneytið um tölu sem nær því markmiði að undanskilja minni bankastofnanir þessum skatti og gerir það með ákveðnum rökum. Við sjáum ekkert að þessari tölu. Við reiknum bara með að þetta sé ágætis slump tala," segir Frosti Sigurjónsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar. „Þannig að þú ert að segja að þessi tala hafi komið úr fjármálaráðuneytinu eftir að þið óskuðuð eftir því?“„Við biðjum um tölu af þeirri stærðargráðu að hún nái þessu markmiði þannig að þetta var bara að okkar mati bara mjög eðlileg tala.“ Frosti segir það hugsanlegt að talan fimmtíu milljarðar hafi fyrst verið nefnd í óformlegum samskiptum nefndarinnar og fjármálaráðuneytisins. Erfitt sé hinsvegar fullyrða um hvoru megin hún sé í raun uppruninn.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarFormaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason segist ekki hafa fengið ásættanleg svör á fundinum, til dæmis hver fyrirskipaði að frískuldamarkið yrði fimmtíu milljarðar og hvers vegna. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við fáum að vita það þannig að við sjáum skýrt hverjar eru hinar efnislegu forsendur fyrir þessu frískuldamarki sérstaklega í ljósi þeirra miklu tengsla sem eru á milli MP banka og forystumanna ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni Páll. Árni segir þetta lýsandi dæmi fyrir slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem geri illa grein fyrir ákvörðunum sínum. „Þetta er auðvitað víti til varnaðar að því leyti að það er augljóslega ekki hægt að treysta þessum stjórnarmeirihluta til að vinna hluti almennilega.“ Frosti Sigurjónsson, telur hinsvegar að aðalatriði málsins sé að frískuldamarkið uppfylli þau skilyrði sem lagt var upp með, það er að hlífa minni bankastofnunum á sanngjarnan hátt. „Það er ekki alla vega mín niðurstaða eftir þennan fund að MP banka hafi verið sérstaklega hlíft. Hann er að greiða hæsta hlutfall af skatti nokkurra banka sem í þessu lenda. Hann greiðir hátt í 20 prósent af sínum hagnaði sé miðað við 2012 á meðan stóru bankarnir eru að greiða þetta frá 12-17 prósent,“ segir Frosti. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun um þá ákvörðun að hækka frískuldamark bankaskatts upp í fimmtíu milljarða. Formaður nefndarinnar segir ekki með öllu ljóst hver hafi fyrst nefnt áðurnefnd tölu, hún hafi orðið til í óformlegum samskiptum nefndarinnar og fjármálaráðuneytisins. Formaður Samfylkingarinnar vill skýrari svör. Breytingin hafði það í för með sér að skattgreiðslur MP-banka lækkuðu um 78 prósent eða um tæpar tvö hundruð milljónir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að helstu stjórnendur bankans tengjast forystumönnum ríkisstjórnarinnar bæði vina- og fölskylduböndum.Frosti Sigurjónsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar„Hvernig kom þessi tala til, er það orðið ljóst núna?“ „Já, það er alveg ljóst nefndarmeirihluti í nefndinni biður fjármálaráðuneytið um tölu sem nær því markmiði að undanskilja minni bankastofnanir þessum skatti og gerir það með ákveðnum rökum. Við sjáum ekkert að þessari tölu. Við reiknum bara með að þetta sé ágætis slump tala," segir Frosti Sigurjónsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar. „Þannig að þú ert að segja að þessi tala hafi komið úr fjármálaráðuneytinu eftir að þið óskuðuð eftir því?“„Við biðjum um tölu af þeirri stærðargráðu að hún nái þessu markmiði þannig að þetta var bara að okkar mati bara mjög eðlileg tala.“ Frosti segir það hugsanlegt að talan fimmtíu milljarðar hafi fyrst verið nefnd í óformlegum samskiptum nefndarinnar og fjármálaráðuneytisins. Erfitt sé hinsvegar fullyrða um hvoru megin hún sé í raun uppruninn.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarFormaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason segist ekki hafa fengið ásættanleg svör á fundinum, til dæmis hver fyrirskipaði að frískuldamarkið yrði fimmtíu milljarðar og hvers vegna. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við fáum að vita það þannig að við sjáum skýrt hverjar eru hinar efnislegu forsendur fyrir þessu frískuldamarki sérstaklega í ljósi þeirra miklu tengsla sem eru á milli MP banka og forystumanna ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni Páll. Árni segir þetta lýsandi dæmi fyrir slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem geri illa grein fyrir ákvörðunum sínum. „Þetta er auðvitað víti til varnaðar að því leyti að það er augljóslega ekki hægt að treysta þessum stjórnarmeirihluta til að vinna hluti almennilega.“ Frosti Sigurjónsson, telur hinsvegar að aðalatriði málsins sé að frískuldamarkið uppfylli þau skilyrði sem lagt var upp með, það er að hlífa minni bankastofnunum á sanngjarnan hátt. „Það er ekki alla vega mín niðurstaða eftir þennan fund að MP banka hafi verið sérstaklega hlíft. Hann er að greiða hæsta hlutfall af skatti nokkurra banka sem í þessu lenda. Hann greiðir hátt í 20 prósent af sínum hagnaði sé miðað við 2012 á meðan stóru bankarnir eru að greiða þetta frá 12-17 prósent,“ segir Frosti.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent