Innlent

"Markaðsfræði og sölumennska orsakaði magnesíum-æði“

Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir inntöku magnesíums í flestum tilfellum óþarfa. Hún telur að markaðsfræði og sölumennska hafi orsakað magnesíum-æði hér á landi, en engar rannsóknir sýni fram á að bætiefnið geri gagn fyrir almenning.

„Við vitum ekki nóg til að fullyrða að magnesíum bætiefni geti nokkuð gagn gert fyrir almenning, rannsóknum er mjög ábótavant“, segir Ingibjörg, og bætir því við að magnesíum-æðið sé séríslenskt fyrirbæri.

„Þetta er soldið einkennandi fyrir Íslendinga. Ég veit ekki til þess að það hafi orðið sambærilegt æði í kringum magnesíum eins og hér. Ég held að sölumennskan sem liggur þarna að baki sé ansi hörð, það er verið að selja fólki þetta í stórum stíl sem ekki þarf á því að halda“, segir Ingibjörg.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.