Lífið

Gyðja nemur ný lönd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigrún Lilja skrifar undir samning hjá dreifingaraðilanum Nives.
Sigrún Lilja skrifar undir samning hjá dreifingaraðilanum Nives.
Íslenska hönnunarmerkið Gyðja Collection fór á markað í Slóveníu í lok árs 2013 með ilmvötn sín og á dögunum var samningur undirritaður við dreifingaraðila fyrirtækisins þar í landi. Aðspurð segist Sigrún Lilja, eigandi og hönnuður Gyðju Collection, vera mjög ánægð með skjótan árangur í Slóveníu. Hún er full tilhlökkunar fyrir áskorunum þessa árs og býst við að næsta skref sé að koma tösku- og úralínu Gyðju Collection á markað í Slóveníu.

„Það er óneitanlega ánægjulegt að sjá merkið vaxa inná nýja markaði og sérstaklega þegar það gengur eins vel og þarna. Við höfum prufað ýmsa  dreifingaraðila og sölufólk víða um heim og er mjög mikilvægt að finna rétta fólkið í starfið. Það eru alltaf nokkuð hóflegar væntingar í byrjun og fyrirtækjunum eða manneskjunum leyft að sanna sig áður en lengra er haldið eins og með dreifingaraðilann okkar í Slóveníu,“ segir Sigrún Lilja.

Um þessar mundir er fyrirtækið einnig að hefja sölu og dreifingu í Bretlandi en samningar voru undirritaðir í síðustu viku við þeirra samstarfsaðila.

Núverandi ilmir Gyðju eru þrír, þeir Eyjafjallajökull og Hekla fyrir dömur og Vatnajökull fyrir herra. Ilmir Gyðju Collection eru unnir beint upp úr íslensku jöklunum auk Rangár við Heklurætur og eru því einstakir að því leiti. Auk þess er hraunmola úr gosinu vafið í kringum ilmvatnsglösin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.