Bannað að aka yfir þótt grænt ljós logi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. janúar 2014 10:57 Oft verður mikil truflun og hætta í umferð um ljósastýrð gatnamót þegar umferð stöðvar á miðjum gatnamótunum og teppir för þeirra sem aka þverveginn. vísir/pjetur Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 um hættuna sem stafar af umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefur Samgöngustofa sent frá sér tilkynningu. Þar eru ökumenn minntir á að við ákveðnar aðstæður sé bannað að aka yfir gatnamót þótt grænt ljós logi. „Oft verður mikil truflun og hætta í umferð um ljósastýrð gatnamót þegar umferð stöðvar á miðjum gatnamótunum og teppir för þeirra sem aka þverveginn. Alvarlegasta dæmið um þetta má sjá í mikilli umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Einstaka ökumenn aka út á gatnamótin á grænu ljósi þótt ljóst sé að ekki er hægt að komast yfir þau vegna umferðar sem á undan fer. Þetta verður til þess að þegar grænt ljós kviknar á þverveginn verður allt stopp og einhverskonar frumskógarlögmál virðist gilda. En um þessar aðstæður gilda hinsvegar skýrar reglur í lögum og er rétt að rifja þær upp. Í lögum segir að ekki má aka inn á vegamót á grænu ljósi ef ökumanni má vera ljóst að hann komist ekki yfir áður en grænt ljóst kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.Úrdráttur úr 7 mgr. 25. gr. umferðarlaga... Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt. Samgöngustofa hefur ítrekað fengið ábendingar um að töluvert skorti á að ökumenn hafi þetta í lagi. Fjallað var um þá hættu sem skapast í mikilli umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í fréttum Stöðvar 2. Sjá mátti á myndum, sem fylgdu fréttinni, að hættan sem þarna skapast var fyrst og fremst af völdum þess að ökumenn biðu ekki eftir því að losnaði um þá umferð sem fyrir var áður en þeir lögðu af stað yfir. Það er full ástæða til að minna ökumenn á að miða skal akstur og ákvarðanir við þær aðstæður sem framundan eru og bíða skal á stöðvunarlínu ef ljóst er að ekki er hægt að komast yfir gatnamótin á meðan grænt ljós logar.“ Tengdar fréttir Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 um hættuna sem stafar af umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefur Samgöngustofa sent frá sér tilkynningu. Þar eru ökumenn minntir á að við ákveðnar aðstæður sé bannað að aka yfir gatnamót þótt grænt ljós logi. „Oft verður mikil truflun og hætta í umferð um ljósastýrð gatnamót þegar umferð stöðvar á miðjum gatnamótunum og teppir för þeirra sem aka þverveginn. Alvarlegasta dæmið um þetta má sjá í mikilli umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Einstaka ökumenn aka út á gatnamótin á grænu ljósi þótt ljóst sé að ekki er hægt að komast yfir þau vegna umferðar sem á undan fer. Þetta verður til þess að þegar grænt ljós kviknar á þverveginn verður allt stopp og einhverskonar frumskógarlögmál virðist gilda. En um þessar aðstæður gilda hinsvegar skýrar reglur í lögum og er rétt að rifja þær upp. Í lögum segir að ekki má aka inn á vegamót á grænu ljósi ef ökumanni má vera ljóst að hann komist ekki yfir áður en grænt ljóst kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.Úrdráttur úr 7 mgr. 25. gr. umferðarlaga... Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt. Samgöngustofa hefur ítrekað fengið ábendingar um að töluvert skorti á að ökumenn hafi þetta í lagi. Fjallað var um þá hættu sem skapast í mikilli umferð um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í fréttum Stöðvar 2. Sjá mátti á myndum, sem fylgdu fréttinni, að hættan sem þarna skapast var fyrst og fremst af völdum þess að ökumenn biðu ekki eftir því að losnaði um þá umferð sem fyrir var áður en þeir lögðu af stað yfir. Það er full ástæða til að minna ökumenn á að miða skal akstur og ákvarðanir við þær aðstæður sem framundan eru og bíða skal á stöðvunarlínu ef ljóst er að ekki er hægt að komast yfir gatnamótin á meðan grænt ljós logar.“
Tengdar fréttir Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Frumskógarlögmál ræður ríkjum á gatnamótum Miklabraut er fjölfarnasta og um leið hættulegasta gatan í Reykjavík samkvæmt tölfræði Samgöngustofu. 27. janúar 2014 21:17