Útvarpsstjarna með heilahristing Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. janúar 2014 11:43 Loka þurfti sári Sigurjóns með saumum. Hann verður með umbúðirnar til morguns. vísir/kristborg hákonardóttir Útvarpsmaðurinn Sigurjón M. Egilsson datt illa í hálkunni í morgun og fékk við það vægan heilahristing. Hann segist ekki skilja hvers vegna ekki er hægt að koma af stað góðum hálkuvörnum. „Ég var á morgungöngu með hundinn minn í Mosó,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Þetta var nú bara vægur heilahristingur en það varð að loka sárinu með saumum. Blæddi lifandis býsn úr þessu. En slysó er að taka á móti bunkum af svona fólki, það held ég að sé stóra málið í þessu.“ Sigurjón segist sjálfur vera búinn að detta yfir tíu sinnum í hálkunni í vetur, og þá bæði með mannbrodda og án þeirra. Hann var ekki með broddana þegar hann datt í morgun. Á dögunum skoraði Sigurjón á bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ á Facebook-síðu sinni og vildi að þeir kepptu í því að komast ákveðna vegalengd í hálkunni á sem stystum tíma án þess að detta. „Þetta var nú bara létt spaug. Það átti að vera refsistig fyrir að hrasa og detta. Bæjarstjórinn svaraði mér nú og sagðist taka áskoruninni. Hann ætti svo góða mannbrodda. En ráðaleysi fólks gagnvart hálkunni er mikið. Það kostar örugglega meira að hlúa að okkur sem meiðum okkur en að vinna gegn hálkunni.“ Vísir hafði samband við slysadeild til að spyrjast fyrir um tíðni hálkuslysa undanfarið. Enginn hafði tíma til að tala við fréttamann, svo mikið var að gera. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Sigurjón M. Egilsson datt illa í hálkunni í morgun og fékk við það vægan heilahristing. Hann segist ekki skilja hvers vegna ekki er hægt að koma af stað góðum hálkuvörnum. „Ég var á morgungöngu með hundinn minn í Mosó,“ segir Sigurjón í samtali við Vísi. „Þetta var nú bara vægur heilahristingur en það varð að loka sárinu með saumum. Blæddi lifandis býsn úr þessu. En slysó er að taka á móti bunkum af svona fólki, það held ég að sé stóra málið í þessu.“ Sigurjón segist sjálfur vera búinn að detta yfir tíu sinnum í hálkunni í vetur, og þá bæði með mannbrodda og án þeirra. Hann var ekki með broddana þegar hann datt í morgun. Á dögunum skoraði Sigurjón á bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ á Facebook-síðu sinni og vildi að þeir kepptu í því að komast ákveðna vegalengd í hálkunni á sem stystum tíma án þess að detta. „Þetta var nú bara létt spaug. Það átti að vera refsistig fyrir að hrasa og detta. Bæjarstjórinn svaraði mér nú og sagðist taka áskoruninni. Hann ætti svo góða mannbrodda. En ráðaleysi fólks gagnvart hálkunni er mikið. Það kostar örugglega meira að hlúa að okkur sem meiðum okkur en að vinna gegn hálkunni.“ Vísir hafði samband við slysadeild til að spyrjast fyrir um tíðni hálkuslysa undanfarið. Enginn hafði tíma til að tala við fréttamann, svo mikið var að gera.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira