Háskólamenntaðir krefjast launaleiðréttingar upp á um 200 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2014 11:42 Formaður BHM segir háskólamenntað fólk hafa flúið land á undanförnum árum. Verði launin hjá hinu opinbera ekki leiðrétt verulega muni flóttinn halda áfram. mynd/gva Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Formaður BHM segir þolinmæði háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera á þrotum og þeir krefjist verulegra leiðréttinga á sínum launum strax. Enn frekari landflótti muni hlaupa í háskólamenntað fólk hækki mánaðarlaunin ekki um allt að 200 þúsund krónur.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir staðreynd að laun háskólamenntaðra starfsmanna hjá hinu opinbera hafi dregist mikið aftur úr launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði og hafi munurinn á mánaðarlaununum verið um 200 þúsund krónur árið 2012. „Það sem við erum fyrst og fremst að benda á í dag er að millistéttin hefur setið hjá garði ansi lengi í auknum álögum og mjög litlum launaleiðréttingum. Þannig að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir leiðréttingar og það er markmið okkar í þessum kjaraviðræðum,“ segir formaður BHM. Guðlaug segir vinnuálagið hjá háskólamentuðum starfsmönnum hins opinbera einnig hafa verið gífurlega mikið undanfarin ár sem ekki hafi endurspeglast í laununum. „Það hefur verið gengið ansi lengi á þolgæði þessa hóps. Það er fyrirliggjandi atgervisflótti háskólamenntaðs fólks bæði frá hinu opinbera og úr landi. Þannig að það er beggja hagur að leiðrétta þessa stöðu og við erum til þjónustu reiðubúin að finna lausnir í því,“ segir Guðlaug. Kröfur BHM um leiðréttingar eru langt um meiri en þær hækkanir sem nýlega var samið um á almennum vinnumarkaði til skamms tíma, með það að markmiði að gera langtímasamning sem tryggi aukinn kaupmátt og stöðugleika. „Okkar fólk hefur ekki notið neinnrar sérstakrar verndar mörg síðustu ár og kjörin hafa verulega dregist aftur úr. Ísland þarf að horfa á það á næstu árum, að til að efla hagvöxt hér á landi þarf að byggja upp menntaðan vinnumarkað og við gerum það ekki með því að hafa láglaunaland fyrir háskólamenntað fólk,“ segir Guðlaug. Það væri misráðið að bæta ekki úr þessu þegar stefnt sé að uppbyggingu atvinnulífs sem byggi á tækniþekkingu og menntun. Forsenda langtímasamnings sé að stigið verði afgerandi skref til leiðréttingar launa háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. „Við höfum verið mjög þolinmóð og við höfum beðið mjög lengi og fólkið okkar er ekki lengur tilbúið í það. Það vill sjá leiðréttingar núna og þá getum við talað um framhaldið,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira