Kjánalegar tilraunir hjá Alþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 10. janúar 2014 22:00 Jón Gnarr borgarstjóri segir að ítrekaðar tilraunir Alþingis til að taka skipulagsvaldið af Reykjavikurborg séu kjánalegar. Reykjavík geti vel sinnt hlutverki sínu sem höfuðborg þó flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni. Í frumvarpi sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þáverandi forseti Alþingis, lagði fram í mars á síðasta ári var gert ráð fyrir því að Alþingi og Reykjavíkurborg myndu deila með sér skipulagsvaldi á svæði í kringum Alþingishúsið. Það mál var aldrei afgreitt. Alþingi hefur einnig margítrekað lýst yfir óánægju með skipulag á Landsímareitnum og þá hefur Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkið fái skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni. Jón segir að tilraunir Alþingis til að taka skipulagsvaldið frá Reykjavíkurborg séu kjánalegar. „Skipulagsvaldið er hjá sveitarstjórnum samkvæmt stjórnarskránni. Það er lang best geymt hjá sveitarfélögum og í höndum fagfólks,“ segir Jón og gagnrýnir umræðuna um flugvöllinn. „Þessi umræða er að miklu leyti pólitísk og tengist valdamiklum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jón en vill þó ekki segja hvaða aðilar það eru. Jón segir að Reykjavík geti vel sinnt hlutverki sínu sem höfuðborg þó flugvöllurinn verði færður á annan stað. „Borgin hefur þróast þannig að þessi flugvöllur er núna í miðborg Reykjavíkur. Það er bara vitleysa. Ég veit að þessi flugvöllur mun fara og þarna koma hús. Það mun koma nýr flugvöllur á öðrum stað og allir verða ánægðir,“ segir Jón. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri segir að ítrekaðar tilraunir Alþingis til að taka skipulagsvaldið af Reykjavikurborg séu kjánalegar. Reykjavík geti vel sinnt hlutverki sínu sem höfuðborg þó flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni. Í frumvarpi sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þáverandi forseti Alþingis, lagði fram í mars á síðasta ári var gert ráð fyrir því að Alþingi og Reykjavíkurborg myndu deila með sér skipulagsvaldi á svæði í kringum Alþingishúsið. Það mál var aldrei afgreitt. Alþingi hefur einnig margítrekað lýst yfir óánægju með skipulag á Landsímareitnum og þá hefur Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokks, lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkið fái skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni. Jón segir að tilraunir Alþingis til að taka skipulagsvaldið frá Reykjavíkurborg séu kjánalegar. „Skipulagsvaldið er hjá sveitarstjórnum samkvæmt stjórnarskránni. Það er lang best geymt hjá sveitarfélögum og í höndum fagfólks,“ segir Jón og gagnrýnir umræðuna um flugvöllinn. „Þessi umræða er að miklu leyti pólitísk og tengist valdamiklum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jón en vill þó ekki segja hvaða aðilar það eru. Jón segir að Reykjavík geti vel sinnt hlutverki sínu sem höfuðborg þó flugvöllurinn verði færður á annan stað. „Borgin hefur þróast þannig að þessi flugvöllur er núna í miðborg Reykjavíkur. Það er bara vitleysa. Ég veit að þessi flugvöllur mun fara og þarna koma hús. Það mun koma nýr flugvöllur á öðrum stað og allir verða ánægðir,“ segir Jón.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira