Innlent

Hitler og erótíkin vinsæl

Birta Björnsdóttir skrifar
Það vekur sannarlega athygli að bókin Mein Kampf eftir Adolf Hitler, sem fyrst kom út árið 1925, hefur tekið sér stöðu á metsölulistum vestanhafs yfir söluhæstu rafbækurnar á sviði stjórnmála.

En er þessi nýfengna velgengni Hitlers á mestölulistum eitthvað sem kemur rafbókasérfræðingum á óvart?

„Ég held að margar bækur gangi í endurnýjun lífdaga þegar þær koma út á rafbók, bæði þær sem ekki hafa verið fáanlegar um tíma eða bækur sem fólki finnst óþægilegt að kaupa í hefðbundnum bókabúðum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Þetta á jafnt við umdeilt lesefni á borð við Mein Kampf sem og erótískar skáldsögur sem notið hafa talsverðra vinsælda undanfarin misseri. Skemmst er að minnast velgengni þríleiksins sem hófst á Fimmtíu gráum skuggum.

"Langsamlega mest áberandi er sala erótískra bókmennta á rafbókarformi. Það má segja að erótíkin hafi leitt rafbókarbylgjuna," segir Egill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×