Innlent

UFC-hetja lífvörður 50 Cent

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ken Shamrock er vígalegur náungi.
Ken Shamrock er vígalegur náungi.
Fyrrum UFC-hetjan Ken Shamrock, sem var eitt sinn kallaður  „hættulegasti maður í heimi“ er orðinn lífvörður rapparans 50 cent. 

Shamrock sást fylgja 50 Cent í Las Vegas í vikunni og staðfesti á Twitter-síðu sinni að hann væri farinn að starfa fyrir rapparann.



„Það er heiður að vinna fyrir þig, þú ert hinn mesti toppmaður,“ sagði Shamrock í tísti til 50 Cent.

Shamrock var einn fremsti bardagakappi UFC í árdaga keppninnar. Hann mætti Royce Gracie í úrslitunum árið  1993 og tapaði. 

50 Cent varð, eins og frægt er orðið, fyrir skotárás þann 24. maí árið 2000. Star Shamrock ætti því að teljast nokkuð hættulegt. 50 Cent kom hingað til Íslands árið 2004, ásamt félögum sínum í G-Unit sveitinni, þeim Young Buck og Lloyd Banks. 

50 Cent fjallaði um skotárásina í laginu Many Men sem má hlusta á hér að neðan og horfa á tónlistarmyndbandið sem gert var við lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×