Orðlaus yfir góðvild fólks Birta Björnsdóttir skrifar 11. janúar 2014 20:30 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, sem missti allt sitt í bruna í Hraunbænum í fyrrinótt. Sædís og Jóhann, unnusti hennar, komust út úr íbúðinni, ásamt frænku Sædísar. Jóhann fór svo inn í logandi íbúðina og bjargaði móður Sædísar út. Sædís Alma er nítján ára og á von á sínu fyrsta barni innan skamms. Þau Jóhann voru búin að kaupa allt sem til þurfti fyrir barnið, en það gjöreyðilagðist allt í brunanum. Fréttin hreyfði greinilega við mörgum og hafa fjölmargir haft samband við Sædísi og viljað leggja henni lið. "Við erum í raun alveg orðlaus," sagði Sædís í samtali við fréttastofu. Í gær komu tveir ókunnugir menn færandi hendi og gáfu Sædísi ýmiskonar fatnað og hluti fyrir barnið. Þá hafa samtökin Hjálparsamtök Íslendinga haft milligöngu um að safna fé og hlutum fyrir þau Sædísi og Jóhann. Þau segjast þessu fólki og öllum hinum óskaplega þakklát. Jóhann segir góðvild fólks hvetja þau til svipaðra verka og þau séu þess fullviss að þau muni eftir fremsta megni reyna að aðstoða fólk í framtíðinni sem lendir í álíka hremmingum. Á mánudaginn fá þau Sædís og Jóhann að fara inn í íbúðina sem brann og þá skýrist betur hvað tekur við hjá þeim og hvaða húsnæðisúrræði standa þeim til boða.Viðtalið má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Sædísi Ölmu Sæbjörnsdóttur, sem missti allt sitt í bruna í Hraunbænum í fyrrinótt. Sædís og Jóhann, unnusti hennar, komust út úr íbúðinni, ásamt frænku Sædísar. Jóhann fór svo inn í logandi íbúðina og bjargaði móður Sædísar út. Sædís Alma er nítján ára og á von á sínu fyrsta barni innan skamms. Þau Jóhann voru búin að kaupa allt sem til þurfti fyrir barnið, en það gjöreyðilagðist allt í brunanum. Fréttin hreyfði greinilega við mörgum og hafa fjölmargir haft samband við Sædísi og viljað leggja henni lið. "Við erum í raun alveg orðlaus," sagði Sædís í samtali við fréttastofu. Í gær komu tveir ókunnugir menn færandi hendi og gáfu Sædísi ýmiskonar fatnað og hluti fyrir barnið. Þá hafa samtökin Hjálparsamtök Íslendinga haft milligöngu um að safna fé og hlutum fyrir þau Sædísi og Jóhann. Þau segjast þessu fólki og öllum hinum óskaplega þakklát. Jóhann segir góðvild fólks hvetja þau til svipaðra verka og þau séu þess fullviss að þau muni eftir fremsta megni reyna að aðstoða fólk í framtíðinni sem lendir í álíka hremmingum. Á mánudaginn fá þau Sædís og Jóhann að fara inn í íbúðina sem brann og þá skýrist betur hvað tekur við hjá þeim og hvaða húsnæðisúrræði standa þeim til boða.Viðtalið má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira