Innlent

Hannaði ljósastýringakubb fyrir son sinn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Forritari, sem hannaði sérstakan ljósakubb til að kenna syni sínum litina, segir mikla áskorun að hanna leikföng sem eru bæði gagnleg og skemmtileg í senn.

Arnþór Snær Sævarsson er með mikla tækjadellu og fjáfesti nýlega í nýstárlegu þráðlausu ljósastýringakerfi fyrir heimilið sem er stjórnað í gegnum iPhone og iPad. Arnþór ákvað að taka ljósastýringuna skrefinu lengra og forritaði, og smíðaði, sérstakan ljósastýringakubb fyrir son sinn og hjálpaði honum þannig að læra litina.

Það tók Arnþór nokkrar vikur að smíða kubbinn sem hann bjó til úr gömlum dótakassa sem hann málaði og  tengdi við ljósastýringakerfi heimilisins. Kubburinn örvar skilningarvitin og gefur þeim stutta kost á að fylgjast með umhverfi sínu breyta um lit. Arnþór segir smíðina hafa verið mikla áskorun.

„Ég vinn við að hanna hugbúnað og viðmót og það er svo sannarlega önnur tegund viðmóts þegar um þriggja ára gamalt barn er að ræða.  Þetta var mikil áskorun fyrir mig og ég hugsaði mikið um hvernig ég myndi leysa þetta verkefni og gera þetta skemmtilegt fyrir barnið,“ segir Arnþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×