Lögreglan neitar að hafa dreift flökkusögu á Facebook Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. janúar 2014 20:47 Kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. mynd/anton Fjölmargir hafa bent á líkindi með sögu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti inn á Facebook-síðu sína í dag og gamalli flökkusögu sem gengið hefur manna á milli í áraraðir. Umrædd Facebook-síða lögreglunnar hefur vakið athygli fyrir að vera á köflum lífleg og skemmtileg. Í dag setti lögreglan inn sögu af útkalli þar sem nakinn maður er sagður hafa verið klóraður af kettlingi í kynfærin þegar hann vann að viðgerðum á uppþvottavél:„Okkar fólk fór með hraði á vettvang en þegar þangað kom lá hinn slasaði kviknakinn á gólfinu fyrir framan uppþvottavélina og reyndist vera með stærðar kúlu á hausnum. Eftir að hafa hlúð að þeim slasaða og aðstoðað hann í að finna föt kom í ljós að hinn lúpulegi eiginmaður hafði verið í sturtu þegar bráðavandamál kom upp í uppþvottavélinni, en hann brást svo skjótt við og vippaði sér beint úr sturtunni í lagfæringarnar. Þar tók ekki betra við en að þar sem hann sat á hækjum sér sá kettlingur þeirra hjóna sér leik á borði og slæmdi klónum í hinn framtakssama eiginmann, á versta stað, sem brá svo mikið að hann rak höfuðið upp í borðplötuna og steinrotaðist.“Sögu lögreglunnar svipar til flökkusögunnar.mynd/snopesÍ athugasemdakerfinu tjá sig nokkuð margir um söguna og nokkrir segja hana ósanna. Um gamla flökkusögu sé að ræða en það þrætir lögreglan fyrir. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. Málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum. „Það er af og frá að við finnum til gögn í þessu máli. Hins vegar þekki ég lögreglumanninn sem fór í þetta útkall og ég hef enga ástæðu til að rengja hans frásögn,“ segir Gunnar. Umrædd flökkusaga er til í mörgum útgáfum og er sú elsta frá árinu 1964. Vefsíðan Snopes gerir henni góð skil hér. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fjölmargir hafa bent á líkindi með sögu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti inn á Facebook-síðu sína í dag og gamalli flökkusögu sem gengið hefur manna á milli í áraraðir. Umrædd Facebook-síða lögreglunnar hefur vakið athygli fyrir að vera á köflum lífleg og skemmtileg. Í dag setti lögreglan inn sögu af útkalli þar sem nakinn maður er sagður hafa verið klóraður af kettlingi í kynfærin þegar hann vann að viðgerðum á uppþvottavél:„Okkar fólk fór með hraði á vettvang en þegar þangað kom lá hinn slasaði kviknakinn á gólfinu fyrir framan uppþvottavélina og reyndist vera með stærðar kúlu á hausnum. Eftir að hafa hlúð að þeim slasaða og aðstoðað hann í að finna föt kom í ljós að hinn lúpulegi eiginmaður hafði verið í sturtu þegar bráðavandamál kom upp í uppþvottavélinni, en hann brást svo skjótt við og vippaði sér beint úr sturtunni í lagfæringarnar. Þar tók ekki betra við en að þar sem hann sat á hækjum sér sá kettlingur þeirra hjóna sér leik á borði og slæmdi klónum í hinn framtakssama eiginmann, á versta stað, sem brá svo mikið að hann rak höfuðið upp í borðplötuna og steinrotaðist.“Sögu lögreglunnar svipar til flökkusögunnar.mynd/snopesÍ athugasemdakerfinu tjá sig nokkuð margir um söguna og nokkrir segja hana ósanna. Um gamla flökkusögu sé að ræða en það þrætir lögreglan fyrir. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrðir að umrætt útkall sé raunverulegt. Málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum. „Það er af og frá að við finnum til gögn í þessu máli. Hins vegar þekki ég lögreglumanninn sem fór í þetta útkall og ég hef enga ástæðu til að rengja hans frásögn,“ segir Gunnar. Umrædd flökkusaga er til í mörgum útgáfum og er sú elsta frá árinu 1964. Vefsíðan Snopes gerir henni góð skil hér. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira