Innlent

Íslendingurinn fannst látinn í Noregi

Ekki er talið að andlát Jóns Gunnars hafi borið að með saknæmum hætti.
Ekki er talið að andlát Jóns Gunnars hafi borið að með saknæmum hætti.
Maðurinn sem norska lögreglan leitaði að í Stokmarksnes í Noregi í dag fannst látinn síðdegis. Maðurinn hét Jón Gunnar Þórisson og ekkert hafði til hans spurst frá því á miðvikudag.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að andlát Jóns Gunnars hafi borið að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×