Lífið

Varla hitt kærustuna vikum saman

Ugla Egilsdóttir skrifar
Harry Bretaprins og Cressida Bonas.
Harry Bretaprins og Cressida Bonas.
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa vaxandi áhyggjur af því að ástin sé að fölna hjá Harry Bretaprins og kærustu hans, sem heitir Cressida Bonas.

Harry fór nýlega í þriggja vikna ferð til Suðurpólsins í þágu góðgerðarsamtaka. Síðan þá hafa þau varla hist.

Þau hittust rétt fyrir jól í boði hjá hálfsystur Cressidu, en eyddu jólunum sitt í hvoru lagi.

Búist var við að þau færu í skíðaferðalag til Frakklands í síðustu viku, en samkvæmt heimildum í konungshöllinni hættu þau við að fara. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×