Innlent

Sjúkrabíll fastur á Hellisheiði

Elimar Hauksson skrifar
mynd/Vilhelm
Björgunarsveitir frá Hveragerði, Árborg og Þorlákshöfn eru nú að störfum á Hellisheiði þar sem fjöldi bíla sat fastur fyrr í dag, meðal annars sjúkrabíll.

Verst var ástandið við Draugahlíð þar sem um 15 bílstjórar voru í vandræðum. Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum þar sem skyggni er slæmt  og ófærð. Veður á heiðinni er afar slæmt og mikill vindur gerir fólki erfitt að athafna sig Björgunarsveitin í Vík var kölluð út vegna bíls sem ók útaf vegi rétt við afleggjarann að Heiðarbæ og sveitirnar á Laugarvatni og Grímsnes-og Grafningshreppi eru nú á leið á Lyngdalsheiði. Þar situr rúta frá ferðaþjónustu föst eftir að hafa ekið út af veginum til að forðast árekstur við fólksbíl sem sat fastur. Farþegar rútunnar og bílsins verða líklegast fluttir á Laugarvatn en bílarnir sóttir síðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×