Innlent

Grindavíkurhöfn full af síld

Elimar Hauksson skrifar
Mikið gekk á í höfninni í dag þegar súlan steypti sér eftir síldinni.
Mikið gekk á í höfninni í dag þegar súlan steypti sér eftir síldinni. Mynd/Haraldur H. Hjálmarsson
Grindavíkurhöfn fylltist af síld í dag og var mikið um að vera þegar súlan steypti í hlaðborðið í höfninni.

Eyjólfur Vilbergsson hefur búið í Grindavík í 65 ár og segir þetta ekki í fyrsta skipti sem síldin leitar í höfnina en þó sé óvenjumikið um síld í ár og í fyrra.

„Í fyrravetur var mikil síld hér í janúar og febrúar og þá var þetta svona á hverjum degi. Þetta er að gerast hérna flesta daga að það kemur síld og súla hér í höfnina,“ segir Eyjólfur og bætir við að mikið hafi gengið á í dag.

 

„Þetta er búin að vera flugeldasýning hérna í dag að fylgjast með súlunni skella sér í veisluna. Þær átu sig allavega vel saddar,“ Segir Eyjólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×