Innlent

Þak af hesthúsi í Skutulsfirði

Jakob Bjarnar skrifar
Björgunarsveitir landsins voru í önnum í gær og eru enn að. Víða er hvasst og varar veðurstofan við stormi.
Björgunarsveitir landsins voru í önnum í gær og eru enn að. Víða er hvasst og varar veðurstofan við stormi.
Í morgunsárið var Björgunarfélag Ísafjarðar kallað út þar sem þak var að fjúka af hesthúsi í Skutulsfirði. Samkvæmt vindmæli á Skeiði slá vindhviður í 35 m/sek í firðinum.

Landsbjörg var að senda frá sér fréttaskeyti er þetta varðar en þar segir jafnframt að útköllum björgunarsveita hafi fækkaði mjög þegar leið á kvöldið í gær. Þó sinntu sveitirnar frá Þorlákshöfn og Selfossi lokunum á Hellisheiði og í Þrengslum fram til miðnættis.

Jökull á Jökuldal var kölluð út vegna ófærðar á Háreksstaðaleið um miðnættið en tilkynning hafði borist um að þar sætu fjórir bílar fastir. Þegar sveitin kom á staðinn reyndust 12 bílstjórar þurfa aðstoð á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×