Magnús Geir sækir um stöðu útvarpsstjóra Kristján Hjálmarsson skrifar 13. janúar 2014 11:51 Magnús Geir Þórðarson ætlar að sækja um útvarpsstjórastöðuna. Vísir/GVA Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsmönnum Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út þann 6. janúar síðastliðinn. Fresturinn var hins vegar framlengdur og rann út í gær. Magnús Geir, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ segir Magnús Geir meðal annars í bréfinu.Nöfn umsækjanda um útvarpsstjórastöðuna verða birt síðar í dag.Bréf Magnúsar Geir til starfsmanna Borgarleikhússins má lesa í heild sinni hér:Kæru samstarfsmenn, góðu vinir. Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og enn og aftur óska ég ykkur til hamingju með afrek helgarinnar; frumsýningin á Hamlet var mögnuð og fyrstu sýningar Jeppa í Gamla bíói tókust frábærlega. Ég sendi ykkur þessar línur til að láta ykkur vita að ég hef tekið ákvörðun um að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins sem er nú laus til umsóknar. Eins og alkunna er, er Ríkisútvarpið ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið. Eftir mikla yfirlegu varð niðurstaðan sú, að ég vildi taka þátt í að leiða RÚV inn í nýja spennandi tíma þar sem framleiðsla fjölbreytts íslensks dagskrárefnis er í öndvegi. Þrátt fyrir það hve spennandi verkefnið er, þá var langt í frá auðvelt að taka þá ákvörðun að sækjast eftir starfinu. Í sannleika sagt er þetta sennilega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Ástæðan er auðvitað sú að ef ég hlyti starfið þyrfti ég að hverfa frá leikhúsinu okkar sem ég nýt svo mjög að starfa í og ekki síst myndi ég sakna okkar frábæra samheldna hóps. Ef til þess kemur, þá vona ég að þið skiljið ákvörðun mína og styðjið. Það er auðvitað svo í lífinu og listinni að öllu verður að halda á hreyfingu. Við megum ekki óttast breytingar og áskoranir – þar liggja tækifærin. Vonandi skýra þessar línur stöðuna en ég ítreka þó að ég er ekki farinn. Eflaust sækjast margir góðir umsækjendur eftir starfinu og ákvörðun um ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en um næstu mánaðarmót. Ekkert breytist því í leikhúsinu okkar, í bili að minnsta kosti. Fjöldi spennandi verkefna bíða okkar næstu daga og vikur; samlesturinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt er á morgun og það verður gaman að landa Óskasteinum saman 31. janúar. Með bestu kveðjum, Magnús Geir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri ætlar að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsmönnum Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út þann 6. janúar síðastliðinn. Fresturinn var hins vegar framlengdur og rann út í gær. Magnús Geir, sem situr í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki sækja um stöðuna. „Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið,“ segir Magnús Geir meðal annars í bréfinu.Nöfn umsækjanda um útvarpsstjórastöðuna verða birt síðar í dag.Bréf Magnúsar Geir til starfsmanna Borgarleikhússins má lesa í heild sinni hér:Kæru samstarfsmenn, góðu vinir. Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og enn og aftur óska ég ykkur til hamingju með afrek helgarinnar; frumsýningin á Hamlet var mögnuð og fyrstu sýningar Jeppa í Gamla bíói tókust frábærlega. Ég sendi ykkur þessar línur til að láta ykkur vita að ég hef tekið ákvörðun um að sækja um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins sem er nú laus til umsóknar. Eins og alkunna er, er Ríkisútvarpið ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Ástæða þess að ég ákveð að sækjast eftir starfinu er að mig langar til að takast á við þetta krefjandi og spennandi verkefni sem felur í sér nýja áskorun. Ég hef kynnst starfsemi RÚV í gegnum setu mína í stjórn undanfarin þrjú ár og hef á undanförnum vikum fengið hvatningu til að gefa kost á mér í starfið. Eftir mikla yfirlegu varð niðurstaðan sú, að ég vildi taka þátt í að leiða RÚV inn í nýja spennandi tíma þar sem framleiðsla fjölbreytts íslensks dagskrárefnis er í öndvegi. Þrátt fyrir það hve spennandi verkefnið er, þá var langt í frá auðvelt að taka þá ákvörðun að sækjast eftir starfinu. Í sannleika sagt er þetta sennilega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Ástæðan er auðvitað sú að ef ég hlyti starfið þyrfti ég að hverfa frá leikhúsinu okkar sem ég nýt svo mjög að starfa í og ekki síst myndi ég sakna okkar frábæra samheldna hóps. Ef til þess kemur, þá vona ég að þið skiljið ákvörðun mína og styðjið. Það er auðvitað svo í lífinu og listinni að öllu verður að halda á hreyfingu. Við megum ekki óttast breytingar og áskoranir – þar liggja tækifærin. Vonandi skýra þessar línur stöðuna en ég ítreka þó að ég er ekki farinn. Eflaust sækjast margir góðir umsækjendur eftir starfinu og ákvörðun um ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en um næstu mánaðarmót. Ekkert breytist því í leikhúsinu okkar, í bili að minnsta kosti. Fjöldi spennandi verkefna bíða okkar næstu daga og vikur; samlesturinn á Furðulegu háttalagi hunds um nótt er á morgun og það verður gaman að landa Óskasteinum saman 31. janúar. Með bestu kveðjum, Magnús Geir
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent