Innlent

Frumkvöðlar sem frestuðu jólunum – tvisvar!

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Frumkvöðlar eru margir tilbúnir að leggja æði mikið á sig til að ná árangri, eins og fram hefur komið í þáttaröðinni Eitthvað annað undanfarnar vikur.

Í fjórða þætti fylgjumst við með forsprökkum Nox Medical, sem var stofnað á grunni spútnikfyrirtækisins Flögu sem flutti úr landið árið 2006.

Fjórir gamlir vinnufélagar úr Flögu stofnuðu Nox Medical árið 2006, til að þróa svefnrannsóknartæki, að frumkvæði hjónanna Sveinbjörns Höskuldssonar og Kolbrúnar Ottósdóttur verkfræðinga. Þau hjónin eru í svefnrannsóknabransanum af lífi og sál og hafa í tvígang á þessum fáu árum neyðst til að fresta jólunum til að ljúka áríðandi verkefnum fyrir Nox.

Við kynnumst frumkvöðlinum Sveinbirni í þættinum í kvöld og fylgjumst með því hvernig fyrirtækinu gengur að þróa nýja kynslóð svefnmælitækja eftir brösótta byrjun.

Í þáttaröðinni Eitthvað annað hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir þáttagerðarmaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga. Fólki sem er tilbúið að stíga skrefið út úr þægindaramma launþegans, jafnvel fórna föstum mánaðarlaunum, til að freista þess að láta viðskiptahugmynd sína rætast.

4. þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×