Innlent

Lentu í vandræðum á Sólheimasandi

Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl lentu í erfiðleikum langt niður á Sólheimasandi, fjarri þjóðveginum, í gærkvöldi og óskuðu eftir hjálp. Þeir höfðu ætlað að aka niður sandinn að flaki bandarískrar herflutningavélar, sem brotlenti þar fyrir mörgum árum, en festu bílinn.

Hvasst var á þessum slóðum og gekk á með sandbyljum auk þess sem myrkur var skollið á, þannig að þeir töldu ráðlegast að hafast við í bílnum þar til björgunarsveitarmenn kæmu á vettvang.

Fyrir utan að vera nokkuð brugðið, amaði ekkert að fólkinu, sem var flutt til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×