Innlent

Gasleki í einbýlishúsi í Hafnarfirði

Elimar Hauksson skrifar
Reykkafarar voru sendir inn í húsið til að loftræsta vegna lekans.
Reykkafarar voru sendir inn í húsið til að loftræsta vegna lekans. Mynd/Pjetur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna gasleka í einbýlishúsi Hafnarfirði í dag en töluvert magn af gasi hefði lekið úr gaskút í eldhúsi.

Tilkynning barst slökkviliðinu rétt fyrir klukkan 17 í dag um að gasleki væri í Hamrabyggð í Hafnarfirði og voru reykkafarar sendir á staðinn til að sækja gaskútinn og lofta út úr húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var fólk að skipta um gaskút innnandyra og endaði það þannig að kúturinn fór að leka og náði fólkið ekki að loka fyrir lekann.

Hætta getur skapast við slíkar aðstæður þegar gas þjappast við loft innandyra og getur náð hættulegum sprengimörkum á skömmum tíma. Þurfti því að slá út rafmagni til að minnka hættu á neistum. Töluverð hætta skapaðist en betur fór en á horfðist og gat heimilsfólk aftur farið inn eftir að búið var að lofta út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×