Gunnar Birgisson styður tillögu minnihluta um kaup á 40 eignum Elimar Hauksson skrifar 14. janúar 2014 23:45 Kópavogsbær Í dag var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum auk byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í fréttatilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að vegna neyðarástands sem ríki á húsnæðismarkaði hafi tillagan verið sett fram. Mæta þurfi vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015. Að tillögunni stóðu bæjarfulltrúar minnihlutans með stuðningi Gunnars I. Birgissonar en bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista greiddu atkvæði gegn henni, að undanskyldum Gunnari Birgissyni. Í fréttatilkynningunni segir að um tímamót sé að ræða þar sem sveitarfélag hyggst koma með beinum hætti að byggingu leiguhúsnæðis á almennum markaði í bænum auk þess sem leitað er leiða til að fækka á biðlistum á félagslegu húsnæði.Ármann Kr. telur tillöguna vera mikið fljótfærnisverk og telur bæinn ekki hafa efni á fjármögnun hennar.vísir/StefánMeirihlutanum haldið í skugganumÁrmann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar telur tillöguna vera mikið fljótfærnisverk og er óánægður með að málið hafi verið afgreitt án frekari umræðu. „Það að ákveða að eyða ríflega þremur milljörðum á einum fundi er ótrúleg fljótfærni. Kópavogur er í þeirri stöðu að uppfylla ekki fjárhagsleg viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga og þess vegna þurfum við að leita leyfis eftirlitsnefndarinnar til að hægt sé að framkvæma tillöguna," segir Ármann og bætir við að hann hafi farið fram á að afgreiðslu málsins yrði frestað. „Sjálfur lagði ég til að málinu yrði frestað vegna þess að það er hefð fyrir því í bæjarstjórn og bæjarráði og í raun í öllu nefndarkerfi bæjarins að verða við slíkri ósk vilji menn skoða málin betur. Þessi tillaga var lögð fram á fundinum og var ekki einu sinni á dagskrá bæjarstjórnar. Því var hafnað að leita umsagnar fagnefnda og embættismanna. Tillagan var felld og ég undirstrika að blekið er ekki þornað á fjárhagsáætlun bæjarins. Þessi upphæð er 20% af heildarskatttekjum bæjarins,“ segir Ármann.Kosningaskjálfti kominn í mennÁrmann telur það sérstaklega ámælisvert að taka slíka ákvörðun nú, þegar einungis örfáir mánuðir eru í kosningar. „Það er verið að leita eftir nýju umboði í komandi kosningum. Nú ákveða þessir bæjarfulltrúar að eyða þessum upphæðum rétt áður umboð þeirra rennur út í stað þess að bera slíkar hugmyndir undir kjósendur. Tímasetning ber keim af því að það er kominn kosningaskjálfti í fólk og nú þegar eru menn byrjaðir að skrifa undir kosningavíxlana. Ég undirstrika að þetta er algerlega á skjön við þá fjármálastefnu sem hefur verið viðhöfð undir minni stjórn og þetta er einfaldlega óábyrgt," segir Ármann. Ármann segir víðtæka samstöðu hafa verið um að tekjur fyrir sölu á lóðum fari í að greiða niður skuldir til að laga fjárhagslega stöðu bæjarins. „Því miður hefur Kópavogsbær ekki efni á þessu, það er verið að eyða peningum sem eru ekki til. Við erum búin að samþykkja hér í bæjarstjórn að allar sölur á lóðum fari í niðurgreiðslu skulda en nú á að fara að eyða sömu krónunni tvisvar," segir Ármann.Pétur Ólafsson segir tillöguna vera neyðarráðstöfun og að mikilvægt sé að koma húsnæðismálum í viðunandi horf í bænum.Minnihlutinn telur málið ekki hafa þolað biðPétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir afar brýnt að koma málinu í gegn. Hann segir Samfylkinguna lengi hafa talað fyrir aðgerðum í húsnæðismálum. „Við höfum talað lengi fyrir þessum húsnæðismálum. Í raun gildir neyðárstand á félagslegum húsnæðismarkaði og almennum leigumarkaði. Það eru stórir hópar íbúa sem uppfylla ekki tekjuviðmið til að fá félagslegt húsnæði en hafa of lágar tekjur til að geta greitt leigu á almennum markaði,“ segir Pétur og bætir við að málið sé ekki nýtt af nálinni. „Við í Samfylkunni höfum talað mikið fyrir umbótum á húsnæðismarkaði og að hið opinbera sé gerandi á húsnæðismarkaði þegar frjáls markaður hreinlega ræður ekki við að verð á húsnæði sé í samræmi við veruleikann,“ segir Pétur. Hann telur Kópavogsbæ ekki of illa staddan fjárhagslega til að takast á við þessa skuldbindingu. „Þó svo að fjárhagur bæjarins sé eins og hann er þá er tvímælalaust svigrúm fyrir aðgerðir af þessu tagi vegna þess að þetta er neyðaraðgerð. Þetta er ekki lausn á vandamálinu en þetta er lítið skref í þá átt að leysa þann stóra vanda sem húsnæðismál á Íslandi eru í,“ segir Pétur. Hann telur tillöguna ekki jafn kostnaðarsama og Ármann hefur haldið fram. „Ég sé fyrir mér að leitað verði samstarfs við fleiri aðila við að reisa fjölbýlishúsin. Fjölmargir aðilar hafa lýst yfir áhuga á því að koma að verkefnum á leigumarkaði,“ segir Pétur. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Í dag var tillaga Samfylkingar, Vinstri Grænna og NæstBesta flokks samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum auk byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í fréttatilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að vegna neyðarástands sem ríki á húsnæðismarkaði hafi tillagan verið sett fram. Mæta þurfi vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015. Að tillögunni stóðu bæjarfulltrúar minnihlutans með stuðningi Gunnars I. Birgissonar en bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista greiddu atkvæði gegn henni, að undanskyldum Gunnari Birgissyni. Í fréttatilkynningunni segir að um tímamót sé að ræða þar sem sveitarfélag hyggst koma með beinum hætti að byggingu leiguhúsnæðis á almennum markaði í bænum auk þess sem leitað er leiða til að fækka á biðlistum á félagslegu húsnæði.Ármann Kr. telur tillöguna vera mikið fljótfærnisverk og telur bæinn ekki hafa efni á fjármögnun hennar.vísir/StefánMeirihlutanum haldið í skugganumÁrmann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar telur tillöguna vera mikið fljótfærnisverk og er óánægður með að málið hafi verið afgreitt án frekari umræðu. „Það að ákveða að eyða ríflega þremur milljörðum á einum fundi er ótrúleg fljótfærni. Kópavogur er í þeirri stöðu að uppfylla ekki fjárhagsleg viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga og þess vegna þurfum við að leita leyfis eftirlitsnefndarinnar til að hægt sé að framkvæma tillöguna," segir Ármann og bætir við að hann hafi farið fram á að afgreiðslu málsins yrði frestað. „Sjálfur lagði ég til að málinu yrði frestað vegna þess að það er hefð fyrir því í bæjarstjórn og bæjarráði og í raun í öllu nefndarkerfi bæjarins að verða við slíkri ósk vilji menn skoða málin betur. Þessi tillaga var lögð fram á fundinum og var ekki einu sinni á dagskrá bæjarstjórnar. Því var hafnað að leita umsagnar fagnefnda og embættismanna. Tillagan var felld og ég undirstrika að blekið er ekki þornað á fjárhagsáætlun bæjarins. Þessi upphæð er 20% af heildarskatttekjum bæjarins,“ segir Ármann.Kosningaskjálfti kominn í mennÁrmann telur það sérstaklega ámælisvert að taka slíka ákvörðun nú, þegar einungis örfáir mánuðir eru í kosningar. „Það er verið að leita eftir nýju umboði í komandi kosningum. Nú ákveða þessir bæjarfulltrúar að eyða þessum upphæðum rétt áður umboð þeirra rennur út í stað þess að bera slíkar hugmyndir undir kjósendur. Tímasetning ber keim af því að það er kominn kosningaskjálfti í fólk og nú þegar eru menn byrjaðir að skrifa undir kosningavíxlana. Ég undirstrika að þetta er algerlega á skjön við þá fjármálastefnu sem hefur verið viðhöfð undir minni stjórn og þetta er einfaldlega óábyrgt," segir Ármann. Ármann segir víðtæka samstöðu hafa verið um að tekjur fyrir sölu á lóðum fari í að greiða niður skuldir til að laga fjárhagslega stöðu bæjarins. „Því miður hefur Kópavogsbær ekki efni á þessu, það er verið að eyða peningum sem eru ekki til. Við erum búin að samþykkja hér í bæjarstjórn að allar sölur á lóðum fari í niðurgreiðslu skulda en nú á að fara að eyða sömu krónunni tvisvar," segir Ármann.Pétur Ólafsson segir tillöguna vera neyðarráðstöfun og að mikilvægt sé að koma húsnæðismálum í viðunandi horf í bænum.Minnihlutinn telur málið ekki hafa þolað biðPétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir afar brýnt að koma málinu í gegn. Hann segir Samfylkinguna lengi hafa talað fyrir aðgerðum í húsnæðismálum. „Við höfum talað lengi fyrir þessum húsnæðismálum. Í raun gildir neyðárstand á félagslegum húsnæðismarkaði og almennum leigumarkaði. Það eru stórir hópar íbúa sem uppfylla ekki tekjuviðmið til að fá félagslegt húsnæði en hafa of lágar tekjur til að geta greitt leigu á almennum markaði,“ segir Pétur og bætir við að málið sé ekki nýtt af nálinni. „Við í Samfylkunni höfum talað mikið fyrir umbótum á húsnæðismarkaði og að hið opinbera sé gerandi á húsnæðismarkaði þegar frjáls markaður hreinlega ræður ekki við að verð á húsnæði sé í samræmi við veruleikann,“ segir Pétur. Hann telur Kópavogsbæ ekki of illa staddan fjárhagslega til að takast á við þessa skuldbindingu. „Þó svo að fjárhagur bæjarins sé eins og hann er þá er tvímælalaust svigrúm fyrir aðgerðir af þessu tagi vegna þess að þetta er neyðaraðgerð. Þetta er ekki lausn á vandamálinu en þetta er lítið skref í þá átt að leysa þann stóra vanda sem húsnæðismál á Íslandi eru í,“ segir Pétur. Hann telur tillöguna ekki jafn kostnaðarsama og Ármann hefur haldið fram. „Ég sé fyrir mér að leitað verði samstarfs við fleiri aðila við að reisa fjölbýlishúsin. Fjölmargir aðilar hafa lýst yfir áhuga á því að koma að verkefnum á leigumarkaði,“ segir Pétur.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira