Innlent

Lögreglan skorar á ökumenn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Árið 2013 varð að meðaltali eitt umferðarslys á dag á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 þar sem meiðsl urðu á vegfarendum.

Telja slysin samtals 370 og fjölgaði þeim um tæplega 9% frá árinu áður.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að oft megi rekja þessi óhöpp til hraðaksturs, þess að of stutt bil sé á milli ökutækja eða annarrar óaðgæslu í umferð og vill lögreglan fækka þessum slysum með samstilltu átaki.

„Væri það til að mynda verðugt markmið að fækka slysum um helming, niður í eitt slys annan hvern dag á þessu ári? Að gera þá kröfu að hver ökumaður geri sitt svo aðrir megi komast heilir heim? Er það þess virði að reyna?" segir í tilkynningu lögreglunnar.

Markmiðið er að reyna að fækka umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu um helming árið 2014 miðað við síðasta ár. Það hafi ekki gengið eftir í fyrra en þó vel þess virði að gera aðra tilraun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×