Verið að eyða peningum sem ekki eru til Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2014 19:00 Bæjarstjórinn í Kópavogi segir greinilegt að minnihlutinn sé byrjaður í kosningabaráttu fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Tillaga sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld sé ekkert annað en kosningavíxill. Sjálfstæðismaðurinn, Gunnar Birgisson, segist áfram styðja meirihlutann þrátt fyrir að hafa greitt atkvæði með tillögu minnihlutans. Tillaga minnihlutans á bæjarstjórnafundi í gærkvöld var svohljóðandi:„Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa núþegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja núþegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Gert er ráð fyrir aðþær verði tilbúnar áárinu 2015.“Bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, gagnrýnir minnihlutann helst fyrir tvennt, í fyrsta lagi fyrir að vilja ekki fresta afgreiðslu tillögunnar og í öðru lagi fyrir að gera ekki grein fyrir því hvernig eigi að fjármagna framkvæmdirnar sem gróflega reiknað kosti um þrjá milljarða. „Þarna er um að ræða nærri tvöföldun á því fé sem við höfum til framkvæmda á hverju ári. Þarna er alveg klárt að verið er að eyða peningum sem ekki eru til,“ segir Ármann. Ármann segir að undanfarna mánuði hafi þverpólitísk nefnd verið að störfum til að leysa húsnæðisvanda Kópavogsbæjar. Sú vinna sé nú að engu gerð. Tímasetninguna segir Ármann að rekja megi til þess að kosningar séu á næsta leyti. „Þetta er bara kosningavíxill.“Gunnar Birgisson, segir ástæðuna fyrir því að hann greiddi atkvæði með tillögunni einfalda. „Það er neyðarástand í þessum málum í Kópavogi, okkar minnstu bræður og systur eru í vandamálum með húsnæði eru sum hver á vergangi. Þannig að eðlilega studdi ég þessa tillögu. Það þýðir ekki endalaust að setja málin í nefndir og drepa málin þar með á dreif,“ segir Gunnar.Vissirðu að þessi tillaga yrði lögð fram í gær? „Nei, ég vissi ekki af því.“ Vangaveltur um hvort meirihlutinn í Kópavogi sé starfhæfur eftir atburði gærkvöldins hafa verið háværar í allan dag. Sjálfur segist Gunnar ekki hafa áhyggjur af því, hann muni áfram styðja meirihlutann. „En ef að það kemur að svona málum þar sem er neyðarástand og fólk áttar sig ekki á því, stingur frekar hausnum í sandinn, þá verður að koma eitthvað til að vekja upp fólk og til að fá eitthvað í gang til að leysa málin,“ segir Gunnar. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bæjarstjórinn í Kópavogi segir greinilegt að minnihlutinn sé byrjaður í kosningabaráttu fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Tillaga sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld sé ekkert annað en kosningavíxill. Sjálfstæðismaðurinn, Gunnar Birgisson, segist áfram styðja meirihlutann þrátt fyrir að hafa greitt atkvæði með tillögu minnihlutans. Tillaga minnihlutans á bæjarstjórnafundi í gærkvöld var svohljóðandi:„Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa núþegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja núþegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Gert er ráð fyrir aðþær verði tilbúnar áárinu 2015.“Bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, gagnrýnir minnihlutann helst fyrir tvennt, í fyrsta lagi fyrir að vilja ekki fresta afgreiðslu tillögunnar og í öðru lagi fyrir að gera ekki grein fyrir því hvernig eigi að fjármagna framkvæmdirnar sem gróflega reiknað kosti um þrjá milljarða. „Þarna er um að ræða nærri tvöföldun á því fé sem við höfum til framkvæmda á hverju ári. Þarna er alveg klárt að verið er að eyða peningum sem ekki eru til,“ segir Ármann. Ármann segir að undanfarna mánuði hafi þverpólitísk nefnd verið að störfum til að leysa húsnæðisvanda Kópavogsbæjar. Sú vinna sé nú að engu gerð. Tímasetninguna segir Ármann að rekja megi til þess að kosningar séu á næsta leyti. „Þetta er bara kosningavíxill.“Gunnar Birgisson, segir ástæðuna fyrir því að hann greiddi atkvæði með tillögunni einfalda. „Það er neyðarástand í þessum málum í Kópavogi, okkar minnstu bræður og systur eru í vandamálum með húsnæði eru sum hver á vergangi. Þannig að eðlilega studdi ég þessa tillögu. Það þýðir ekki endalaust að setja málin í nefndir og drepa málin þar með á dreif,“ segir Gunnar.Vissirðu að þessi tillaga yrði lögð fram í gær? „Nei, ég vissi ekki af því.“ Vangaveltur um hvort meirihlutinn í Kópavogi sé starfhæfur eftir atburði gærkvöldins hafa verið háværar í allan dag. Sjálfur segist Gunnar ekki hafa áhyggjur af því, hann muni áfram styðja meirihlutann. „En ef að það kemur að svona málum þar sem er neyðarástand og fólk áttar sig ekki á því, stingur frekar hausnum í sandinn, þá verður að koma eitthvað til að vekja upp fólk og til að fá eitthvað í gang til að leysa málin,“ segir Gunnar.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira