Innlent

Titanic skemmtigarður í bígerð

Birta Björnsdóttir skrifar
Hafi einhver átt þá ósk um að fá að upplifa tilfinninguna þegar Titanic sigldi á ísjaka og sökk í kjölfarið gæti viðkomandi fengið ósk sína uppfyllta á næstunni.

Á dögunum var kynntur til sögunnar væntanlegur skemmtigarður sem opnaður verður í Kína árið 2016. Í skemmtigarðinum verður meðal annars að finna líkan af Titanic í fullri stærð sem og hermi þar sem gestir fá að upplifa það að vera um borð í skipinu þegar það steytir á ísjaka, fyllist af vatni og sekkur svo, líkt og í raun gerðist árið 1912.

Leikarinn Bernhard Hill, sem fór með hlutverk skipstjórans í stórmyndinni Titanic, var viðstaddur kynningarfundinn. Hann vísaði því á bug að þarna væri um ósmekklegan gjörning að ræða og sagði menn vel meðvitaða um hörmungarnar sem skipskaðinn árið 1912 hefði haft í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×