Gjaldtaka við Geysi Birta Björnsdóttir skrifar 15. janúar 2014 20:00 Landeigendur á Geysissvæðinu hafa ákveðið að koma á gjaldtöku fyrir ferðamenn á svæðinu á næstunni. Garðar Eiríksson er talsmaður Landeigendafélagsins Geysis ehf, en hann segir gjaldtökuna nauðsynlega til að hægt sé að halda svæðinu í upprunalegu horfi. „Við þufum að grípa inní, ekki seinna en strax,“ segir Garðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra nýsköpunar- og atvinnuvega, hefur lýst yfir vilja til hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum með einhverjum hætti og þá helst fyrir næsta sumar. Garðar segir landeigendur ekki geta beðið eftir niðurstöðu í þessu máli þó þeir skoði vissulega aðkomu að því þegar þar að kemur. Garðar segir gjaldið ekki fara yfir þúsund krónur og vera það sama fyrir Íslendinga og ferðamenn. „Sporin eru jafnþung hvort sem um er að ræða Íslending eða Þjóðverja,“ segir Garðar Garðar segir landeigendur ekki hafa áhyggjur af færri heimsóknum á svæðið eftir að gjaldtakan verður að veruleika. Og aðspurður um hvort í gjaldtökunni felist ekki aukin ábyrgð á landeigendur um aðstöðu á staðnum segir Garðar það vissulega vera svo. Þeirra hugur standi til að gera svæðið að enn skemmtilegri upplifun fyrir gesti með aðstöðu sem allir geta verið stoltir af. Þó sitt sýnist hverjum um gjaldtöku við helstu ferðamannastaði hér á landi er þessi háttur hafður á við marga af þekktustu ferðamannastaði heim líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þannig greiða ferðamenn tæpar 2000 krónur fyrir að skoða hringleikahúsið Colosseum í Róm, tæpar 900 krónur fyrir að ganga á Kínamúrinn og um 2.900 krónur fyrir að skoða Stonehenge í Englandi. Þá kostar um 1.100 krónur að heimsækja Yosemite þjóðgarðinn í Bandaríkjunum en enginn aðgangseyrir er að Niagra-fossunum. Þar kostar þó um 1000 krónur að leggja bíl. Við Victoriu-fossa í Afríku og Taj Mahal á Indlandi er ólík gjaldskrá fyrir ferðamenn og heimamenn. Það kostar um 1000 krónur að skoða fossana en 250 krónur fyrir heimamenn. Heimamenn greiða svo um 30 krónur fyrir að skoða Taj Mahal á meðan ferðamenn greiða um 1400 krónur. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Landeigendur á Geysissvæðinu hafa ákveðið að koma á gjaldtöku fyrir ferðamenn á svæðinu á næstunni. Garðar Eiríksson er talsmaður Landeigendafélagsins Geysis ehf, en hann segir gjaldtökuna nauðsynlega til að hægt sé að halda svæðinu í upprunalegu horfi. „Við þufum að grípa inní, ekki seinna en strax,“ segir Garðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra nýsköpunar- og atvinnuvega, hefur lýst yfir vilja til hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum með einhverjum hætti og þá helst fyrir næsta sumar. Garðar segir landeigendur ekki geta beðið eftir niðurstöðu í þessu máli þó þeir skoði vissulega aðkomu að því þegar þar að kemur. Garðar segir gjaldið ekki fara yfir þúsund krónur og vera það sama fyrir Íslendinga og ferðamenn. „Sporin eru jafnþung hvort sem um er að ræða Íslending eða Þjóðverja,“ segir Garðar Garðar segir landeigendur ekki hafa áhyggjur af færri heimsóknum á svæðið eftir að gjaldtakan verður að veruleika. Og aðspurður um hvort í gjaldtökunni felist ekki aukin ábyrgð á landeigendur um aðstöðu á staðnum segir Garðar það vissulega vera svo. Þeirra hugur standi til að gera svæðið að enn skemmtilegri upplifun fyrir gesti með aðstöðu sem allir geta verið stoltir af. Þó sitt sýnist hverjum um gjaldtöku við helstu ferðamannastaði hér á landi er þessi háttur hafður á við marga af þekktustu ferðamannastaði heim líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þannig greiða ferðamenn tæpar 2000 krónur fyrir að skoða hringleikahúsið Colosseum í Róm, tæpar 900 krónur fyrir að ganga á Kínamúrinn og um 2.900 krónur fyrir að skoða Stonehenge í Englandi. Þá kostar um 1.100 krónur að heimsækja Yosemite þjóðgarðinn í Bandaríkjunum en enginn aðgangseyrir er að Niagra-fossunum. Þar kostar þó um 1000 krónur að leggja bíl. Við Victoriu-fossa í Afríku og Taj Mahal á Indlandi er ólík gjaldskrá fyrir ferðamenn og heimamenn. Það kostar um 1000 krónur að skoða fossana en 250 krónur fyrir heimamenn. Heimamenn greiða svo um 30 krónur fyrir að skoða Taj Mahal á meðan ferðamenn greiða um 1400 krónur.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira