Innlent

Fyrrum yfirlækni dæmdar 15 milljónir

Læknirinn var yfirlæknir í Fjarðabyggð
Læknirinn var yfirlæknir í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmd til að greiða fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð, tæpar 15 milljónir króna vegna vangoldinna launa en frá þessu greinir á vef RÚV.

Lækninum hafði verið vikið tímabundið frá störfum í febrúar 2009 á meðan rannsókn á meintu misræmi við reikningagerð hans fyrir læknisverk fór fram. Launagreiðslur til hans voru felldar niður í júli sama ár og var honum sagt upp störfum í kjölfarið í janúar 2010.

Læknirinn kærði ákvörðun um niðurfellingu launa og krafðist greiðslu fyrrir hluta þessa tímabils. Á það féllst Héraðsdómur og var Heilbrigðisstofnun Austurlands dæmd til að greiða lækninum 14,9 milljónir auk 1,1 milljón króna í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×