Innlent

Björt framtíð býður fram í Kópavogi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Björt framtíð ætlar að bjóða fram í Kópavogsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en frá þessu er greint á vef RÚV. Flokkurinn boðaði til opins fundar í kvöld þar sem þetta var tilkynnt og hefur fólk úr minni framboðum í Kópavogsbæ þegar lýst yfir áhuga að ganga til liðs við flokkinn.

Það voru þau Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, formaður, og Óttarr Proppé, þingmaður, sem héldu tölu og stjórnuðu umræðum. Um fjörutíu Kópavogsbúar mættu á fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×