Innlent

Unglingsstúlka undir stýri - sagðist vera góður bílstjóri

Vísir/Vilhelm
Þegar lögreglumenn stöðvuðu bíl á rúntinum  við reglubundið eftirlit laust fyrir miðnætti, kom í ljós að þar sat unglingsstúlka undir stýri og var hún því að sjálfsögðu réttindalaus.

Í viðræðum við lögreglumenninina taldi hún það ekki koma að sök þar sem hún æki oft og væri orðinn góður bílstjóri. Hún var samt sem áður færð á lögreglustöð þangað sem foreldrar hennar sóttu hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×