Innlent

Kveikt í rusli á þremur stöðum í nótt

Kveikt var í á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í öllum tilvikum var kveikt í rusli, ýmist í ruslagámum, tunnum eða lausu rusli.

Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldana áður en hætta skapaðist og hlaust lítið sem ekkert tjón af.

Í einu tilvikanna mátti þó litlu muna. Þar hafði eldur verið kveiktur í blaðabunka í  sameign fjölbýlishúss í vesturborginni en snarráður íbúi í húsinu fann reykjarlykt og náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Einhver reykur barst um stigaganginn.

Brennuvargarnir eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×