Innlent

Jón Finnbogason vill fjórða sæti sjálfstæðismanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Finnbogason, lögmaður, býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem haldið verður þann 8. febrúar næstkomandi. Samkvæmt tilkynningu frá Jóni telur hann að staða Kópavogsbæjar hafi verið að styrkjast á undanförnum árum og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið virkan þátt í þeirri þróun.

Jón hefur starfað í málefnum íþróttafélagsins Gerplu til margra ára og var þar formaður frá 2006 til 2013, þá sé á þessum tímapunkti spennandi valkostur að gefa kost á sér til að starfa að áframhaldandi framþróun Kópavogsbæjar.

Þá sé afar mikilvægt að stilla upp lista upp lista þar sem Sjálfstæðismenn snúi bökum saman og starfi sem einn hópur á komandi kjörtímabili.

„Jón telur að bregðast þurfi við fjölgun íbúa í Kópavogi á undanförnum árum með því að vera tilbúin með hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk sem hyggst flytja að heiman á næstu árum.  Tryggja þurfi að okkar unga fólk hverfi ekki til annarra sveitarfélaga vegna skorts á íbúðum í viðráðanlegum stærðum.“

Hann leggur einnig áherslu á ábyrga fjármálastjórn innan bæjarins og nýta eigi það svigrúm sem myndast við lækkun skulda og aukna stærðarhagkvæmni bæjarins. „Þannig ætti að vera hægt að lækka útsvar og fasteignagjöld á komandi árum.“

Auk þess, segir í tilkynningunni að, fjölmörg önnur mikilvæg verkefni þurfi að huga að eins og að tryggja áframhaldandi fjölbreytt menningar, tómstunda- og íþróttastarf, tryggja framúrskarandi aðbúnað, kennslu og árangur í skólum og ásamt því viðhalda áherslu á velferð eldri borgara í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×