Innlent

19 prósent verðhækkun á mat fyrir aldraða

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Verð á mat fyrir aldraða á Vestfjörðum hefur hækkað um tæp 19 prósent á rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta á Ísafirði.

Samkvæmt íbúum aldraðra á Ísafirði og íbúa á Hlíf hefur gjaldið hækkað úr 23. 635 krónum í október 2012 í 28.080 krónur nú í janúar. Á meðan hafi heimsmarkaðsverð á hrávöru lækkað mjög mikið á síðari hluta árs 2013 auk þess hafi krónan styrkst.

Einnig fengust þær upplýsingar að verð fyrir þrif hefði hækkað úr réttum 11 þúsund krónum í desember 2013 upp í 13.733 krónur í janúar 2014. Það er um 25 prósent hækkun. Laun starfsfólks hefðu þó ekki hækkað né væri meira þrifið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×